Juventus með níu fingur á titlinum eftir sigur á Fiorentina Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. apríl 2016 20:45 Pogba í leiknum í kvöld. Vísir/getty Juventus þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér ítalska meistaratitilinn fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina í lokaleik dagsins í ítalska boltanum. Eftir slakt gengi framan af hefur Juventus einfaldlega verið óstöðvandi í deildinni undanfarna mánuði og unnið 25 af síðustu 26 leikjum liðsins. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en Nikola Kalinic virtist ætla að bjarga stigi fyrir Fiorentina þegar hann jafnaði tíu mínútum fyrir lok leiksins. Ítölsku meistararnir voru Juventus fljótir að svara því Juventus brunaði upp í sókn og náði forskotinu á ný einni mínútu síðar. Stýrði Alvaro Morata þá boltanum í netið af stuttu færi eftir skot Patrice Evra. Fiorentina fékk svo sannarlega færin til að jafna eftir það en stuttu fyrir leikslok krækti Kalinic í afar ódýra vítaspyrnu. Kalinic steig sjálfur á punktinn en lét Gianluigi Buffon í marki Juventus verja frá sér. Kalinic fékk síðan annað færi þegar fyrirgjöf barst á fjærstöng en skalli hans af meters færi fór í slánna. Stuttu síðar flautaði dómari leiksins leikinn af og fögnuðu leikmenn Juventus af krafti enda ljóst að liðið væri komið með níu fingur á titilinn. Eina von Napoli sem situr í öðru sæti er að liðið nái að vinna síðustu fjóra leikina og að Juventus tapi leikjum sínum gegn Carpi, Verona og Sampdoria.Úrslit dagsins: Frosinone 0-2 Palermo Atalanta 1-0 Chievo Bologna 2-0 Genoa Sampdoria 2-1 Lazio Torino 1-3 Sassuolo Fiorentina 1-2 Juventus Ítalski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Juventus þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér ítalska meistaratitilinn fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina í lokaleik dagsins í ítalska boltanum. Eftir slakt gengi framan af hefur Juventus einfaldlega verið óstöðvandi í deildinni undanfarna mánuði og unnið 25 af síðustu 26 leikjum liðsins. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en Nikola Kalinic virtist ætla að bjarga stigi fyrir Fiorentina þegar hann jafnaði tíu mínútum fyrir lok leiksins. Ítölsku meistararnir voru Juventus fljótir að svara því Juventus brunaði upp í sókn og náði forskotinu á ný einni mínútu síðar. Stýrði Alvaro Morata þá boltanum í netið af stuttu færi eftir skot Patrice Evra. Fiorentina fékk svo sannarlega færin til að jafna eftir það en stuttu fyrir leikslok krækti Kalinic í afar ódýra vítaspyrnu. Kalinic steig sjálfur á punktinn en lét Gianluigi Buffon í marki Juventus verja frá sér. Kalinic fékk síðan annað færi þegar fyrirgjöf barst á fjærstöng en skalli hans af meters færi fór í slánna. Stuttu síðar flautaði dómari leiksins leikinn af og fögnuðu leikmenn Juventus af krafti enda ljóst að liðið væri komið með níu fingur á titilinn. Eina von Napoli sem situr í öðru sæti er að liðið nái að vinna síðustu fjóra leikina og að Juventus tapi leikjum sínum gegn Carpi, Verona og Sampdoria.Úrslit dagsins: Frosinone 0-2 Palermo Atalanta 1-0 Chievo Bologna 2-0 Genoa Sampdoria 2-1 Lazio Torino 1-3 Sassuolo Fiorentina 1-2 Juventus
Ítalski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira