Erlent

Norsk herþota skaut óvart á varðturn á æfingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norsk F-16 herþota.
Norsk F-16 herþota. Vísir/AFP
Flugmaður norskrar F-16 herþotu skaut óvart úr hríðskotabyssu þotunnar á varðturn þar sem þrír hermenn voru staddir. Sluppu þeir ómeiddir frá atvikinu.

Talsmaður norska hersins segir að atvikið hafi átt sér stað við heræfingu fyrr í þessum mánuði við eyjuna Tarva í vesturhluta Noregs. Flugmaðurinn átti að skjóta á skotmark sem var á flugvelli í um 500 metra fjarlægð frá varðturninum en eitthvað fór úrskeiðis. Varðturninn skemmdist við atvikið.

Norski herinn segir að atvikið sé í rannsókn sérstakrar öryggisnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×