Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, býr í fjögurra herbergja íbúð Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera á launum sem Alþingismaður. Hún segist ekki ætla að flytja úr íbúðinni en fimm hundruð öryrkjar eru á biðlista eftir íbúð. Rætt verður við Ingu í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður sagt frá því að tveir menn eru í haldi vegna andláts manns á sveitabæ í Biskupstungum. Mennirnir eru bræður hins látna og segir lögregla merki vera um átök. Rannsókn stendur þó enn yfir.

Í fréttatímanum verður einnig farið í Reykjadal en þaðan hefur hundruðum ferðamanna verið vísað frá í dag vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um að loka svæðinu til að vernda umhverfi og gróður.

Rætt verður við Pétur Ármannsson arkitekt um framtíð Laugardalsstúkunnar, en hún er bókstaflega að grotna niður og hefur lítið sem ekkert hlutverk í dag. Pétur segir bygginguna burðarþolsmeistaraverk en hún var teiknuð af Einari Sveinssyni borgararkitekt.

Fylgst verður með stemningunni á Ísafirði þar sem Aldrei fór ég suður er í fullum gangi, páskaungar í Húsdýragarðinum verða heimsóttir og slegist verður í för með krökkum í páskaeggjaleit.

Þetta og margt fleira í fréttatíma Stöðvar tvö klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×