Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:00 Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14