Erlent

Sneri aftur eftir hjartaaðgerð

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger. Vísir/AFP
Líðan tortímandans Arnolds Schwarzenegger var í gær sögð stöðug eftir að hann var drifinn í opna hjartaaðgerð seint á skírdag. Skipt var um gerviloku, hinn en austurrísk-bandaríski Schwarzen­egger fékk gerviloku í stað lungnaloku árið 1997.

Þegar tortímandinn vaknaði á hann að hafa sagt „I’m back“, eða „ég hef snúið aftur“. Kallast það á við fleyg orð úr kvikmyndinni Tortímandanum frá árinu 1984. Fór Schwarzen­egger þar með titilhlutverkið og sagði, þegar honum var neitað um inngöngu á lögreglustöð, „I’ll be back“, eða „ég sný aftur“.

Schwarzenegger fékk svo batakveðjur frá Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis. „Ég hlakka til að hitta þig á ný,“ tísti Kurz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×