Malala snéri heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2018 10:44 Malala Yousafzai sést hér við drengjaskólann Guli Bagh í dag. Vísir/AFP Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai heimsótti heimabæ sinn í Pakistan í fyrsta sinn síðan hún varð fyrir árás talíbana árið 2012. Talið var óvíst hvort Malala myndi snúa aftur í Swat-dalinn, þar sem hún ólst upp, á grundvelli öryggisráðstafana. BBC greinir frá. Malala, sem býr nú í Bretlandi, var nýstigin upp í skólabíl í lok skóladags árið 2012 þegar talíbanar réðust inn í rútuna og skutu hana í höfuðið. Malala hafði verið áberandi í baráttu sinni fyrir aukinni menntun stúlkna í Pakistan en ráðist var á hana vegna þess. Á fimmtudag var tilkynnt um að Malala hefði snúið aftur til Pakistan í fyrsta sinn síðan árásin var gerð. Í dag var henni flogið með þyrlu á heimaslóðirnar, bæinn Mingora í Swat-dalnum. Síðast sást til Malölu í drengjaskóla í útjaðri bæjarins en hún mun halda erindi í skólanum síðar í dag. Þá er búist við því að hún ferðist um Pakistan í alls fjóra daga. Ströng öryggisgæsla fylgir Malölu hvert sem hún fer og þá eru embættismenn frá Malölu-sjóðnum, styrktarsamtökum Yousafzai, einnig með í för. Eftir skotárásina 2012 var Malala flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa. Tengdar fréttir Malala snýr aftur til Pakistan í fyrsta sinn eftir skotárásina Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan. 28. mars 2018 23:33 Grunaðir árásarmenn Malölu sýknaðir í laumi Átta af tíu þeim árásarmönnum sem voru sagðir hafa verið dæmdir í fangelsi vegna árásar á Malölu Yousafzai voru í raun sýknaðir og þeim sleppt. 5. júní 2015 11:22 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai heimsótti heimabæ sinn í Pakistan í fyrsta sinn síðan hún varð fyrir árás talíbana árið 2012. Talið var óvíst hvort Malala myndi snúa aftur í Swat-dalinn, þar sem hún ólst upp, á grundvelli öryggisráðstafana. BBC greinir frá. Malala, sem býr nú í Bretlandi, var nýstigin upp í skólabíl í lok skóladags árið 2012 þegar talíbanar réðust inn í rútuna og skutu hana í höfuðið. Malala hafði verið áberandi í baráttu sinni fyrir aukinni menntun stúlkna í Pakistan en ráðist var á hana vegna þess. Á fimmtudag var tilkynnt um að Malala hefði snúið aftur til Pakistan í fyrsta sinn síðan árásin var gerð. Í dag var henni flogið með þyrlu á heimaslóðirnar, bæinn Mingora í Swat-dalnum. Síðast sást til Malölu í drengjaskóla í útjaðri bæjarins en hún mun halda erindi í skólanum síðar í dag. Þá er búist við því að hún ferðist um Pakistan í alls fjóra daga. Ströng öryggisgæsla fylgir Malölu hvert sem hún fer og þá eru embættismenn frá Malölu-sjóðnum, styrktarsamtökum Yousafzai, einnig með í för. Eftir skotárásina 2012 var Malala flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa.
Tengdar fréttir Malala snýr aftur til Pakistan í fyrsta sinn eftir skotárásina Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan. 28. mars 2018 23:33 Grunaðir árásarmenn Malölu sýknaðir í laumi Átta af tíu þeim árásarmönnum sem voru sagðir hafa verið dæmdir í fangelsi vegna árásar á Malölu Yousafzai voru í raun sýknaðir og þeim sleppt. 5. júní 2015 11:22 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Malala snýr aftur til Pakistan í fyrsta sinn eftir skotárásina Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan. 28. mars 2018 23:33
Grunaðir árásarmenn Malölu sýknaðir í laumi Átta af tíu þeim árásarmönnum sem voru sagðir hafa verið dæmdir í fangelsi vegna árásar á Malölu Yousafzai voru í raun sýknaðir og þeim sleppt. 5. júní 2015 11:22
Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51