Almannavarnarnefnd hefur ráðlagt fólki að hylja vit sín með rykgrímum þar sem öskumagn er mikið í lofti. Eins og stendur er vestanátt en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni gæti vindáttin snúist í norður um helgina.
Nýjar myndir af öskufallinu
Vísi.is bárust þessar myndir af öskufallinu frá Meðallandi við Kirkjubæjarklaustur. Myndirnar voru teknar klukkan 11 í morgun og sýna hve þykkt öskulagið er í nágranni við gosið.