Sport

Aníta verður í beinni á Fjölvarpinu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Mynd/Vilhelm
Hlaupakonan efnilega úr ÍR, Aníta Hinriksdóttir, reynir sig í kvöld meðal þeirra bestu í heimi í 800 metra hlaupi kvenna þegar hún tekur þátt í Demantamóti í Svíþjóð.

Aníta keppir þar við heimsmeistarann Eunice Jepkoech Sum frá Kína og alls fimm af sex efstu konum í úrslitahlaupinu á HM í Moskvu á dögunum.

Aníta er yngst í hlaupinu og sú eina sem hefur ekki hlaupið undir tveimur mínútum. Allar þessar fimm sem voru í úrslitahlaupinu á HM í Moskvu hlupu þá undir 1:59.00 mínútum.

Það verður hægt að sjá hlaupið í beinni á fjölvarpinu en NRK2 (Stöð 75) sýnir beint frá síðari hluta mótsins.

Hlaup Anítu er lokagrein kvöldsins og hefst klukkan 19.50 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×