Þokast hjá kennurum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 31. mars 2014 06:00 Aðalheiður Steingrímsdóttir „Það náðist árangur um helgina. Málin þokast en það gengur hægt,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga. Aðalheiður segir að þó að samninganefnd ríkisins og kennarar séu farin að sjá til lands í nokkrum málum þó séu ýmis stór mál eftir. Hún segir að samningar um nýtt vinnumat fyrir kennara séu á lokametrunum en það þokist hægt að semja um launaliðinn. Þar beri mikið í milli deilenda. Þá segir hún að samningsforsendur séu ófrágengnar. „Ég bind vonir við að við klárum í þessari viku en til þess að það náist verða menntamála- og fjármálaráðherra að leggjast á árarnar með samninganefnd ríkisins,“ segir Aðalheiður. Hún segir að stytting náms til stúdentsprófs hafi verið rædd. Menn ætli að setja ákvæði í kjarasamninginn sem verði virkjaðir ef skólar vilja stytta námið. Stytting náms feli í sér miklar breytingar á námsskipulagi sem hafi áhrif á starfskjör kennara. „En eftir sem áður stendur upp á menntamálaráðherra að gera grein fyrir hvað hann á við með styttingu náms og pólitíska ábyrgðin er alfarið hans,“ segir Aðalheiður. Frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst hafa deiluaðilar fundað hvern einasta dag, virka jafnt sem helga. Frá þriðja desember til dagsins í dag hafa samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins hist á 43 fundum. Hvorki náðist í formann samninganefndar ríkisins við vinnslu fréttarinnar né menntamálaráðherra. Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Það náðist árangur um helgina. Málin þokast en það gengur hægt,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga. Aðalheiður segir að þó að samninganefnd ríkisins og kennarar séu farin að sjá til lands í nokkrum málum þó séu ýmis stór mál eftir. Hún segir að samningar um nýtt vinnumat fyrir kennara séu á lokametrunum en það þokist hægt að semja um launaliðinn. Þar beri mikið í milli deilenda. Þá segir hún að samningsforsendur séu ófrágengnar. „Ég bind vonir við að við klárum í þessari viku en til þess að það náist verða menntamála- og fjármálaráðherra að leggjast á árarnar með samninganefnd ríkisins,“ segir Aðalheiður. Hún segir að stytting náms til stúdentsprófs hafi verið rædd. Menn ætli að setja ákvæði í kjarasamninginn sem verði virkjaðir ef skólar vilja stytta námið. Stytting náms feli í sér miklar breytingar á námsskipulagi sem hafi áhrif á starfskjör kennara. „En eftir sem áður stendur upp á menntamálaráðherra að gera grein fyrir hvað hann á við með styttingu náms og pólitíska ábyrgðin er alfarið hans,“ segir Aðalheiður. Frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst hafa deiluaðilar fundað hvern einasta dag, virka jafnt sem helga. Frá þriðja desember til dagsins í dag hafa samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins hist á 43 fundum. Hvorki náðist í formann samninganefndar ríkisins við vinnslu fréttarinnar né menntamálaráðherra.
Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira