Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2020 12:37 Aðgerðarstjórn almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum er staðsett á slökkvistöðinni á Ísafirði. Vísir/Egill Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld var útskrifuð af heilbrigðisstofnun Vestfjarða í gærkvöldi og líður vel samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir að verið sé að sjá fyrir endann á flestum verkefnum sem sinnt hafi verið frá því á þriðjdagskvöld. „Áherslan er núna að opna Flateyrarveginn, tryggja öryggi þeirra sem eiga leið um vegina hér - íbúana og viðbragðsaðila sem enn eru að störfum. Við erum einnig að huga að andlega þættinum. Fólki er mörgu hverju brugðið. Við erum að sinna þeim þætti með aðstoð áfallateymis Rauða krossins.“ Áfallahópur Rauða krossins sé að fara yfir þau svæði og meta þann fjölda sem gæti þurft á slíkri þjónustu að halda. Aðstæður á Flateyri í gær.Haukur Sigurðsson Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að átta sig á þeirri tilfinningu sem fólkið á Flateyri og Suðureyri hafi upplifað að vera ekki öruggur. „Ég held við getum öll sett okkur í þau spor. Þegar maður er ekki öruggur er maður óttaleginn. En þegar griðastaður manns, heimili manns, er ekki öruggur þá stigmagnast óttinn. Við fundum þetta mjög sterkt á Flateyri í gær. Það er þetta sem við þurfum að leggja áherslu á að vinna að núna, þessi sálgæsla. Koma með skýrar upplýsingar og svör um einmitt þetta. Maður skilur þetta. Þetta eru eðlilegar spurningar og eðlilegar tilfinningar. Hins vegar verðum við í fyrsta lagi að átta okkur á því að varnargarðurinn varnaði því að þarna yrði algjört stórslys.“ Framundan séu upplýsingafundir með íbúum á mánudag. „Við tókum ákvörðun um það strax núna í morgun að við þurfum að veita ofanflóðasérfræðingum okkar andrými til þess að ná saman þessum gögnum. Átta okkur almennilega á því hvað við erum að tala um þannig að við förum með réttar upplýsingar og getum gefið sem bestar upplýsingar. Það eru fyrirhugaðir íbúafundir á Flateyri og Suðureyri strax á mánudag. Þá með öllum þeim sem að komu til að svara öllum þessum spurningum.“ Í framhaldinu þurfi að meta hvort þörf sé á að hafa íbúafundi víðar. „Þá jafnvel í samstarfi við nágrannasveitarfélögin okkar. Þótt Flateyri og Suðureyri hafi verið bæirnir sem áttu í hlut áttum við okkur á því að það getur líka verið að fólk sé að upplifa þennan skort á öryggi annars staðar þar sem eru ofanflóðarvarnir. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því og höfum heyrt af því. Flateyri var dálítið mikið í forgrunni í gær því þar urðu þessir atburðir og varð mannbjörg. En á Suðureyri þurfum við líka að gefa fólkinu gaum. Þar erum við að upplifa hættu sem kemur svolítið aftan að fólki. Flóð hinum megin í hlíðinni sem veldur þessari flóðbylgju.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru á leiðinni til Vestfjarða með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Guðmundur segist hafa rætt við flesta úr ráðherraliðinu í gær. „Það er ákveðinn styrkur að heyra að fólk er með okkur. Eftir að hafa farið sjálfur yfir á Flateyri í gær held ég að það væri mjög hollt fyrir þau líka að fá líka svona góða tilfinningu fyrir því hvað við erum nákvæmlega að tala um. Það hjálpar okkur alltaf að meta aðstæður.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Sjá meira
Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri á þriðjudagskvöld var útskrifuð af heilbrigðisstofnun Vestfjarða í gærkvöldi og líður vel samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir að verið sé að sjá fyrir endann á flestum verkefnum sem sinnt hafi verið frá því á þriðjdagskvöld. „Áherslan er núna að opna Flateyrarveginn, tryggja öryggi þeirra sem eiga leið um vegina hér - íbúana og viðbragðsaðila sem enn eru að störfum. Við erum einnig að huga að andlega þættinum. Fólki er mörgu hverju brugðið. Við erum að sinna þeim þætti með aðstoð áfallateymis Rauða krossins.“ Áfallahópur Rauða krossins sé að fara yfir þau svæði og meta þann fjölda sem gæti þurft á slíkri þjónustu að halda. Aðstæður á Flateyri í gær.Haukur Sigurðsson Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að átta sig á þeirri tilfinningu sem fólkið á Flateyri og Suðureyri hafi upplifað að vera ekki öruggur. „Ég held við getum öll sett okkur í þau spor. Þegar maður er ekki öruggur er maður óttaleginn. En þegar griðastaður manns, heimili manns, er ekki öruggur þá stigmagnast óttinn. Við fundum þetta mjög sterkt á Flateyri í gær. Það er þetta sem við þurfum að leggja áherslu á að vinna að núna, þessi sálgæsla. Koma með skýrar upplýsingar og svör um einmitt þetta. Maður skilur þetta. Þetta eru eðlilegar spurningar og eðlilegar tilfinningar. Hins vegar verðum við í fyrsta lagi að átta okkur á því að varnargarðurinn varnaði því að þarna yrði algjört stórslys.“ Framundan séu upplýsingafundir með íbúum á mánudag. „Við tókum ákvörðun um það strax núna í morgun að við þurfum að veita ofanflóðasérfræðingum okkar andrými til þess að ná saman þessum gögnum. Átta okkur almennilega á því hvað við erum að tala um þannig að við förum með réttar upplýsingar og getum gefið sem bestar upplýsingar. Það eru fyrirhugaðir íbúafundir á Flateyri og Suðureyri strax á mánudag. Þá með öllum þeim sem að komu til að svara öllum þessum spurningum.“ Í framhaldinu þurfi að meta hvort þörf sé á að hafa íbúafundi víðar. „Þá jafnvel í samstarfi við nágrannasveitarfélögin okkar. Þótt Flateyri og Suðureyri hafi verið bæirnir sem áttu í hlut áttum við okkur á því að það getur líka verið að fólk sé að upplifa þennan skort á öryggi annars staðar þar sem eru ofanflóðarvarnir. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því og höfum heyrt af því. Flateyri var dálítið mikið í forgrunni í gær því þar urðu þessir atburðir og varð mannbjörg. En á Suðureyri þurfum við líka að gefa fólkinu gaum. Þar erum við að upplifa hættu sem kemur svolítið aftan að fólki. Flóð hinum megin í hlíðinni sem veldur þessari flóðbylgju.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru á leiðinni til Vestfjarða með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Guðmundur segist hafa rætt við flesta úr ráðherraliðinu í gær. „Það er ákveðinn styrkur að heyra að fólk er með okkur. Eftir að hafa farið sjálfur yfir á Flateyri í gær held ég að það væri mjög hollt fyrir þau líka að fá líka svona góða tilfinningu fyrir því hvað við erum nákvæmlega að tala um. Það hjálpar okkur alltaf að meta aðstæður.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Sjá meira