Innlent

Guðjón kemur Geir til varnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðjón Þórðarson er mágur Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Guðjón Þórðarson er mágur Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari segir að landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde, mági sínum, séu grímulaus aðför kommúnista að Geir. Þetta segir Guðjón í ítarlegu samtali við Fréttatímann.

„Steingrímur J. og þeir sem að þessu standa eiga að skammast sín og ég held að menn sem standa í glerhúsi ættu ekki að vera að grýta grjóti. Ég er hræddur um að þetta eigi eftir að koma í bakið á þeim. Málið mun marka spor í íslenskri sögu og djúp spor í pólitískri sögu. Ég held að það verði skarpari skil í stjórnmálum hér eftir," segir Guðjón Þórðarson við Fréttatímann.

Guðjón segist ekki hafa verið einn af ráðgjöfum Geirs. Hann hefði hins vegar viljað að Geir hefði hlustað meira á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×