Innlent

Tryggvi vill fund í efnahags- og skattanefnd

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sjálfstæðismanna og meðlimur í efnahags- og skattanefnd hefur óskað eftir fundi í nefndinni hið fyrsta. Ástæðuna segir Tryggvi vera þá að sér hafi borist til eyrna að á fundi þingmannanefndar Evrópusambandsins og Alþingis þann 27. apríl síðastliðinn hafi átt að ræða bókun þar sem fram komi  viðurkenning á að efnahagsleg aðlögun Íslands að Evrópusambandinu, sem samþykkt var í janúar síðastliðinn, með forgagnsröðun verkefna til ársins 2013, sé komin af stað.

Tryggvi segir að þessi forgangsröðun hafi hvorki verið rædd í efnahags- og skattanefnd né í þinginu.

„Ég fer því fram á að nefndinni verði hið fyrsta gerð grein fyrir hvaða efnahagsleg áætlun var samþykkt í janúar, hvaða markmið hún inniheldur og hvað sé yfirleitt í gangi hjá framkvæmdavaldinu varðandi þessi mál,“ segir Tryggvi í bréfi til Helga Hjörvar, formanns nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×