Guðlaugur Þór hótar að kæra Björn Val fyrir meiðyrði Valur Grettisson skrifar 28. apríl 2011 11:19 Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. Björn Valur skrifaði um málið á bloggsvæði sínu í desember á síðasta ári. Þar skrifaði Björn Valur um umdeilda styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins sem upplýst var um á Fréttastofu stöðvar 2 og Vísis árið 2009. Björn Valur segir Guðlaug sekan um að hafa þegið mútugreiðslur, sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum. Það eru Opus lögmenn sem senda Birni Vali aðvörun og honum tilkynnt að dragi hann ekki ummæli sín til baka innan fimm daga verði höfðað mál gegn honum. Björn Valur verður ekki við kröfu Opus lögmanna um að draga málið til baka á bloggsvæði sínu heldur segir hann að það væri í raun farsælast að fara með málið fyrir dóm til þess að fá endanlega skorið úr um hvort ekki hafi í raun verið um óeðlilegar greiðslur að ræða. Þannig skrifar þingmaðurinn: „Hinsvegar gæti ég bara boðið Guðlaugi Þór að fara með málið fyrir dóm. Þessi leið bíður upp á margra skemmtilega fleti. Fyrir það fyrsta þá yrði máið skoðað ofan í kjölinn. Það hefðu nú bara allir gott af því. Fyrir dómara kæmu þá væntanlega þeir sem ákváðu að láta þingmanninn fá peninga og þyrftu að útskýra hversvegna þeir gerðu það og hvort þeir ætluðust til einhvers í staðinn. Ekki síður væri athyglisvert að heyra hversvegna þeir ákváðu að láta þennan tiltekna þingmann en ekki aðra njóta góðvildar sinnar. Hvað sáu þeir í honum sem þeir sáu ekki í öðrum? Líklega þyrfti þingmaðurinn að aflétta trúnaði á öllum styrkveitendum sínum sem hann hefur ekki enn gert eftir því sem ég best veit". Björn Valur sér einnig ókosti í afstöðu sinni og skrifar í lokin: „Stærsti ókosturinn er hinsvegar sá að þetta yrði andskotanum dýrar fyrir mig – ef ég tapaði. Vill einhver styrkja mig :)". Hér er hægt að lesa grein Björns sem og aðvörun Guðlaugs. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. Björn Valur skrifaði um málið á bloggsvæði sínu í desember á síðasta ári. Þar skrifaði Björn Valur um umdeilda styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins sem upplýst var um á Fréttastofu stöðvar 2 og Vísis árið 2009. Björn Valur segir Guðlaug sekan um að hafa þegið mútugreiðslur, sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum. Það eru Opus lögmenn sem senda Birni Vali aðvörun og honum tilkynnt að dragi hann ekki ummæli sín til baka innan fimm daga verði höfðað mál gegn honum. Björn Valur verður ekki við kröfu Opus lögmanna um að draga málið til baka á bloggsvæði sínu heldur segir hann að það væri í raun farsælast að fara með málið fyrir dóm til þess að fá endanlega skorið úr um hvort ekki hafi í raun verið um óeðlilegar greiðslur að ræða. Þannig skrifar þingmaðurinn: „Hinsvegar gæti ég bara boðið Guðlaugi Þór að fara með málið fyrir dóm. Þessi leið bíður upp á margra skemmtilega fleti. Fyrir það fyrsta þá yrði máið skoðað ofan í kjölinn. Það hefðu nú bara allir gott af því. Fyrir dómara kæmu þá væntanlega þeir sem ákváðu að láta þingmanninn fá peninga og þyrftu að útskýra hversvegna þeir gerðu það og hvort þeir ætluðust til einhvers í staðinn. Ekki síður væri athyglisvert að heyra hversvegna þeir ákváðu að láta þennan tiltekna þingmann en ekki aðra njóta góðvildar sinnar. Hvað sáu þeir í honum sem þeir sáu ekki í öðrum? Líklega þyrfti þingmaðurinn að aflétta trúnaði á öllum styrkveitendum sínum sem hann hefur ekki enn gert eftir því sem ég best veit". Björn Valur sér einnig ókosti í afstöðu sinni og skrifar í lokin: „Stærsti ókosturinn er hinsvegar sá að þetta yrði andskotanum dýrar fyrir mig – ef ég tapaði. Vill einhver styrkja mig :)". Hér er hægt að lesa grein Björns sem og aðvörun Guðlaugs.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira