Guðlaugur Þór hótar að kæra Björn Val fyrir meiðyrði Valur Grettisson skrifar 28. apríl 2011 11:19 Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. Björn Valur skrifaði um málið á bloggsvæði sínu í desember á síðasta ári. Þar skrifaði Björn Valur um umdeilda styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins sem upplýst var um á Fréttastofu stöðvar 2 og Vísis árið 2009. Björn Valur segir Guðlaug sekan um að hafa þegið mútugreiðslur, sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum. Það eru Opus lögmenn sem senda Birni Vali aðvörun og honum tilkynnt að dragi hann ekki ummæli sín til baka innan fimm daga verði höfðað mál gegn honum. Björn Valur verður ekki við kröfu Opus lögmanna um að draga málið til baka á bloggsvæði sínu heldur segir hann að það væri í raun farsælast að fara með málið fyrir dóm til þess að fá endanlega skorið úr um hvort ekki hafi í raun verið um óeðlilegar greiðslur að ræða. Þannig skrifar þingmaðurinn: „Hinsvegar gæti ég bara boðið Guðlaugi Þór að fara með málið fyrir dóm. Þessi leið bíður upp á margra skemmtilega fleti. Fyrir það fyrsta þá yrði máið skoðað ofan í kjölinn. Það hefðu nú bara allir gott af því. Fyrir dómara kæmu þá væntanlega þeir sem ákváðu að láta þingmanninn fá peninga og þyrftu að útskýra hversvegna þeir gerðu það og hvort þeir ætluðust til einhvers í staðinn. Ekki síður væri athyglisvert að heyra hversvegna þeir ákváðu að láta þennan tiltekna þingmann en ekki aðra njóta góðvildar sinnar. Hvað sáu þeir í honum sem þeir sáu ekki í öðrum? Líklega þyrfti þingmaðurinn að aflétta trúnaði á öllum styrkveitendum sínum sem hann hefur ekki enn gert eftir því sem ég best veit". Björn Valur sér einnig ókosti í afstöðu sinni og skrifar í lokin: „Stærsti ókosturinn er hinsvegar sá að þetta yrði andskotanum dýrar fyrir mig – ef ég tapaði. Vill einhver styrkja mig :)". Hér er hægt að lesa grein Björns sem og aðvörun Guðlaugs. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. Björn Valur skrifaði um málið á bloggsvæði sínu í desember á síðasta ári. Þar skrifaði Björn Valur um umdeilda styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins sem upplýst var um á Fréttastofu stöðvar 2 og Vísis árið 2009. Björn Valur segir Guðlaug sekan um að hafa þegið mútugreiðslur, sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum. Það eru Opus lögmenn sem senda Birni Vali aðvörun og honum tilkynnt að dragi hann ekki ummæli sín til baka innan fimm daga verði höfðað mál gegn honum. Björn Valur verður ekki við kröfu Opus lögmanna um að draga málið til baka á bloggsvæði sínu heldur segir hann að það væri í raun farsælast að fara með málið fyrir dóm til þess að fá endanlega skorið úr um hvort ekki hafi í raun verið um óeðlilegar greiðslur að ræða. Þannig skrifar þingmaðurinn: „Hinsvegar gæti ég bara boðið Guðlaugi Þór að fara með málið fyrir dóm. Þessi leið bíður upp á margra skemmtilega fleti. Fyrir það fyrsta þá yrði máið skoðað ofan í kjölinn. Það hefðu nú bara allir gott af því. Fyrir dómara kæmu þá væntanlega þeir sem ákváðu að láta þingmanninn fá peninga og þyrftu að útskýra hversvegna þeir gerðu það og hvort þeir ætluðust til einhvers í staðinn. Ekki síður væri athyglisvert að heyra hversvegna þeir ákváðu að láta þennan tiltekna þingmann en ekki aðra njóta góðvildar sinnar. Hvað sáu þeir í honum sem þeir sáu ekki í öðrum? Líklega þyrfti þingmaðurinn að aflétta trúnaði á öllum styrkveitendum sínum sem hann hefur ekki enn gert eftir því sem ég best veit". Björn Valur sér einnig ókosti í afstöðu sinni og skrifar í lokin: „Stærsti ókosturinn er hinsvegar sá að þetta yrði andskotanum dýrar fyrir mig – ef ég tapaði. Vill einhver styrkja mig :)". Hér er hægt að lesa grein Björns sem og aðvörun Guðlaugs.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira