Innlent

Skipa þarf nýja kjörstjórn innan þjóðkirkjunnar

Skipa þarf nýja kjörstjórn innan þjóðkirkjunnar til að sjá um kjör vígslubiskups eftir að síðasta kjörstjórn sagði af sér í gær, vegna mistaka sem urðu við kosningu til vígslubiskups.

Endurtaka þarf kosninguna vegna kæru séra Agnesar Sigurðardóttur á því að þrjú atkvæði sem talin voru gild, voru póstlögð þremur dögum eftir að frestur til að skila inn atkvæðum rann út.

Séra Sigrún Óskarsdóttir sem varð hlutskörpust í kjörinu, sagði í gær að hún vonaðist til að ný kosning færi fram sem fyrst. Nú er ljóst að það mun dragast eitthvað á meðan ný kjörstjórn verður skipuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×