Hjálmar: Samgöngukerfið ekki til að koma „þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. desember 2016 09:09 Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir hugmyndir um að fjölga mislægum gatnamótum í borginni ekki eiga eftir að leysa neinn vanda, miklu heldur færa vandann annað. Hann vill frekar leggja áherslu á að bæta almenningssamgöngur og segir mikilvægt að fækka bílum í umferðinni. „Ef við gerum fleiri og fleiri mislæg gatnamót, sem eru gríðarlega kostnaðarsöm – erum að tala um marga milljarða, þá þarf maður í fyrsta lagi að spyrja: Og hvað svo? Hvað þegar bílarnir koma að næstu gatnamótum? Þarf ekki að gera mislæg gatnamót þar líka?“ sagði Hjálmar í Bítinu í morgun.Ekki lausnin að fjölga akreinum Hjálmar segir vegakerfið í borginni afar illa nýtt, það sjáist best á morgnanna og síðdegis. „Maður þarf ekki annað en að sjá umferðina á morgnanna. [...] Þar sést að akreinarnar sem fara í vestur, þær eru þrjár eða fjórar, eru troðfullar. Ekki einn einasti bíll á austurleið. Það sýnir í fyrsta lagi hversu illa þetta vegakerfi er nýtt,“ segir hann. Lausnin sé því ekki sú að fjölga akreinum. „Reynsla annarra borga sýnir það að ef þú bætir sífellt við nýjum akreinum að þá fyllast þær bara eftir svona fimm ár. Við þurfum að taka mark á þeirri reynslu. Þetta er ekki okkar uppfinning. Þannig er þetta bara.“Breyta þurfi ferðavenjum Hann segir að möguleg lausn sé að breyta ferðavenjum einhvers hluta borgarbúa þannig að þeir annars vegar nýti sér almenningssamgöngur og hins vegar að fólk leggi af stað í og úr vinnu á öðrum tíma dags en aðrir. „Fyrirtæki geti til dæmis umbunað starfsmönnum sínum og sagt: Ef þið komið hálftíma fyrr þá losnið þið við umferðina og getið þá hætt hálftíma fyrr. Það er hægt að gera alls skyns slíkar aðferðir sem eru ekki mjög kostnaðarsamar.“ Hjálmar tók fram að of margir bílar væru í umferðinni, sem skapi mengun og önnur vandamál. Því þurfi að fækka þeim en að það eigi að vera hægt með bættum almenningssamgöngum. „Til hvers höfum við samgöngukerfi? Það er til að koma fólki og vörum á milli staða. Það er ekki til þess að koma þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða.“ Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir hugmyndir um að fjölga mislægum gatnamótum í borginni ekki eiga eftir að leysa neinn vanda, miklu heldur færa vandann annað. Hann vill frekar leggja áherslu á að bæta almenningssamgöngur og segir mikilvægt að fækka bílum í umferðinni. „Ef við gerum fleiri og fleiri mislæg gatnamót, sem eru gríðarlega kostnaðarsöm – erum að tala um marga milljarða, þá þarf maður í fyrsta lagi að spyrja: Og hvað svo? Hvað þegar bílarnir koma að næstu gatnamótum? Þarf ekki að gera mislæg gatnamót þar líka?“ sagði Hjálmar í Bítinu í morgun.Ekki lausnin að fjölga akreinum Hjálmar segir vegakerfið í borginni afar illa nýtt, það sjáist best á morgnanna og síðdegis. „Maður þarf ekki annað en að sjá umferðina á morgnanna. [...] Þar sést að akreinarnar sem fara í vestur, þær eru þrjár eða fjórar, eru troðfullar. Ekki einn einasti bíll á austurleið. Það sýnir í fyrsta lagi hversu illa þetta vegakerfi er nýtt,“ segir hann. Lausnin sé því ekki sú að fjölga akreinum. „Reynsla annarra borga sýnir það að ef þú bætir sífellt við nýjum akreinum að þá fyllast þær bara eftir svona fimm ár. Við þurfum að taka mark á þeirri reynslu. Þetta er ekki okkar uppfinning. Þannig er þetta bara.“Breyta þurfi ferðavenjum Hann segir að möguleg lausn sé að breyta ferðavenjum einhvers hluta borgarbúa þannig að þeir annars vegar nýti sér almenningssamgöngur og hins vegar að fólk leggi af stað í og úr vinnu á öðrum tíma dags en aðrir. „Fyrirtæki geti til dæmis umbunað starfsmönnum sínum og sagt: Ef þið komið hálftíma fyrr þá losnið þið við umferðina og getið þá hætt hálftíma fyrr. Það er hægt að gera alls skyns slíkar aðferðir sem eru ekki mjög kostnaðarsamar.“ Hjálmar tók fram að of margir bílar væru í umferðinni, sem skapi mengun og önnur vandamál. Því þurfi að fækka þeim en að það eigi að vera hægt með bættum almenningssamgöngum. „Til hvers höfum við samgöngukerfi? Það er til að koma fólki og vörum á milli staða. Það er ekki til þess að koma þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða.“
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira