Innlent

Verkföll stóralvarlegt mál fyrir ferðaþjónustuna

MYND/Anton
Framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir brýnt að kjarasamningar náist á næstu dögum ef ekki eigi að fara illa fyrir þjóðinni vegna verkfalla. Umræðan ein um verkföll geti valdið því að ferðamenn afbóki ferðir sínar til Íslands.

Ferðaþjónustan varð af væntanlegri metfjölgun ferðamanna til landsins í fyrra vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, þótt tekist hafi með sameiginlegu átaki ferðaþjónustunnar og stjórnvalda að halda í horfinu miðað við árið þar á undan. Í ár hafa menn verið að spá metfjölda ferðamanna og bókanir lofa góðu. Nú eru hins vegar líkur á verkföllum og jafnvel allsherjarverkfalli þar sem ekki hefur tekist að ná fram nýjum kjarasamningum með samningum. Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að umræðan ein um verkföll hafi neikvæð áhrif.

Það sé fátt sem ferðamönnum líki ver en verkföll, hvað þá hér á Íslandi þar sem erfitt getur verið að komast til og frá landinu í verkföllum. Þetta sé því stóralvarlegt mál fyrir ferðaþjónustuna. Hún trúir ekki öðru en menn gangi frá kjarasamningum á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×