Innlent

Gyrðir á toppi metsölulistans - kiljur vinsælastar

Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, er komið í fyrsta sæti yfir mest seldu bækurnar á Íslandi, samkvæmt nýjum lista frá rannsóknarsetri verslunarinnar. Vinsældir Gyrðis koma ekki á óvart þar sem hann fékk fyrr í þessum mánuði bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir einmitt þessa bók.

Næstar á metsölulistanum eru þýddar skáldsögur, Konan í búrinu eftir Jussi Adler-Olsen í öðru sæti, þá Morð og möndlulykt eftir Camillu Läckberg og

Djöflastjarnan eftir Jo Nesbø í fjórða sætinu.

Spennusaga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, er í því fimmta.

Metsölulistinn tekur til tímabilsins frá 10. apríl til 23. apríl. Þegar farið er yfir uppsafnaða sölu frá áramótum trónir Yrsa hins vegar á toppnum.

Vakin er athygli á að 10 mest seldu bækurnar eru allar kiljur.

Þær sem þarna koma næst á eftir eru: Myrkraslóð eftir Åsa Larsson, Mundu mig, ég man þig eftir Dorothy Koomson, Betri næring - betra líf eftir Kolbrúnu Björnsdóttur, Furðustrandir eftir Arnald Indriðason eru í níunda sæti og loks Sumardauðinn eftir Mons Kallentoft í því tíunda.

Þegar litið er sölutölur frá áramótum

Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, er komið í fyrsta sæti yfir mest seldu bækurnar á Íslandi, samkvæmt nýjum lista frá rannsóknarsetri verslunarinnar. Vinsældir Gyrðis koma ekki á óvart þar sem hann fékk fyrr í þessum mánuði bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir einmitt þessa bók.



Næstar á metsölulistanum eru þýddar skáldsögur, Konan í búrinu eftir Jussi Adler-Olsen í öðru sæti, þá Morð og möndlulykt eftir Camillu Läckberg og

Djöflastjarnan eftir Jo Nesbø í fjórða sætinu.



Spennusaga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, er í því fimmta.



Metsölulistinn tekur til tímabilsins frá 10. apríl til 23. apríl. Þegar farið er yfir uppsafnaða sölu frá áramótum trónir Yrsa hins vegar á toppnum.



Vakin er athygli á að 10 mest seldu bækurnar eru allar kiljur.



Þær sem þarna koma næst á eftir eru: Myrkraslóð eftir Åsa Larsson, Mundu mig, ég man þig eftir Dorothy Koomson, Betri næring - betra líf eftir Kolbrúnu Björnsdóttur, Furðustrandir eftir Arnald Indriðason eru í níunda sæti og loks Sumardauðinn eftir Mons Kallentoft í því tíunda.



Þegar litið er sölutölur frá áramótum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×