Keppni hefst á ný í F1 Rúnar Jónsson skrifar 22. ágúst 2013 08:05 Button fagnar sigri á Spa í fyrra. Ellefta keppni tímabilsins í F1-kappakstrinum fer fram um helgina á Spa-brautinni í Belgíu. Eftir fjögurra vikna hlé mæta kapparnir til leiks á þessa sögufrægu braut sem er ein sú hraðasta og lengsta á tímabilinu, 7,004 km að lengd. Belgíski kappaksturinn fer fram í 46. skipti á Spa-brautinni um helgina og hefst þar með strembin lokahluti í F1 næstu þrjá mánuði sem samanstendur af níu keppnum. Á síðasta ári var það Jenson Button sem fagnaði sigri í belgíska kappakstrinum og er það eini sigur hans á þessari braut í ellefu keppnum. Button hefur átt erfitt uppdráttar á þessu ári og hefur ekki enn komist á verðlaunapall á þessu tímabili. Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel leiðir stigakeppni ökumanna með 172 stig, Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen er í öðru sæti með 134 stig og Spánverjinn Fernando Alonso í þriðja sæti með 133 stig. Það er því ljóst að baráttan verður mikil um hvert stig í keppninni á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 11.30. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ellefta keppni tímabilsins í F1-kappakstrinum fer fram um helgina á Spa-brautinni í Belgíu. Eftir fjögurra vikna hlé mæta kapparnir til leiks á þessa sögufrægu braut sem er ein sú hraðasta og lengsta á tímabilinu, 7,004 km að lengd. Belgíski kappaksturinn fer fram í 46. skipti á Spa-brautinni um helgina og hefst þar með strembin lokahluti í F1 næstu þrjá mánuði sem samanstendur af níu keppnum. Á síðasta ári var það Jenson Button sem fagnaði sigri í belgíska kappakstrinum og er það eini sigur hans á þessari braut í ellefu keppnum. Button hefur átt erfitt uppdráttar á þessu ári og hefur ekki enn komist á verðlaunapall á þessu tímabili. Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel leiðir stigakeppni ökumanna með 172 stig, Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen er í öðru sæti með 134 stig og Spánverjinn Fernando Alonso í þriðja sæti með 133 stig. Það er því ljóst að baráttan verður mikil um hvert stig í keppninni á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 11.30.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira