Innlent

Ríkisstjórnin sendi frá sér yfirlýsingu vegna kjaraviðræðna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra sendu frá sér yfirlýsingu vegna kjaraviðræðnanna. Mynd/ GVA.
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra sendu frá sér yfirlýsingu vegna kjaraviðræðnanna. Mynd/ GVA.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sendu í kvöld ríkissáttasemjara lokaútgáfu yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við mögulega kjarasamninga til þriggja ára, milli aðila á almennum vinnumarkaði.

Í fréttatilkynningu frá forsætisráðherra segir að yfirlýsingunni fylgi einnig sérstök bókum um málsmeðferð vegna væntanlegs frumvarps ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsætisráðherra segir að með þessu hafi ríkisstjórnin gert allt sem í hennar valdi stendur til að auðvelda aðilum á almennum vinnumarkaði að ná saman um kjarasamninga til þriggja ára. Jóhanna sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún vonaðist til þess að frumvarp um sjávarútvegsmál komi fram á þingi næstu daga og að aðilar SA og ASÍ nái saman um langtímasamninginn sem allra fyrst.

Samtök atvinnulífsins ætla að taka ákvörðun um framhald viðræðna í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×