Innlent

Vara við aukabúnaði á vélorfum

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um varasaman aukabúnað á vélorf. Mynd af vef Vinnumálastofnunar
Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um varasaman aukabúnað á vélorf. Mynd af vef Vinnumálastofnunar
Vinnueftirlitið varar við hættulegum aukabúnaði á vélorfum sem framleiddur er af öðrum en framleiðendum orfanna. Er þar meðal annars átt við snúningshausa með ýmsum gerðum af keðjum, keðjur með skurðarblöðum á endum eða skurðarblöðum sem fest eru við snúningshausinn með boltum eða hnoðum.

„Þessi aukabúnaður eykur hættu á slysum umfram notkun nælonþráðar eða einblaða skurðarbúnaðar. Bæði er aukin hætta á að hlutar af, eða brot úr, skurðarbúnaðinum þeytist til, sem og smásteinar. Við hönnun á vélorfum er ekki gert ráð fyrir notkun slíks aukabúnaðar og sem dæmi er því hlífabúnaður orfanna ekki nægilega öflugur til að fyrirbyggja hættu af notkun slíks aukabúnaðar. Vélorfin með slíkum aukabúnaði eru því hættuleg og hefur notkun þeirra þegar valdið slysum, m.a. dauðaslysi,“ segir á vef Vinnueftirlitsins.

Sjá nánar á vef Vinnueftirlitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×