Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 10:45 Watford fagna einu marka sinna í gær á meðan Van Dijk og Alisson skilja hvorki upp né niður. Vísir/Getty Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gær. Hér að neðan má sjá áhugaverða tölfræði varðandi tap Liverpool í gær. Þá er vert að taka fram að liðið hefur nú tapað tveimur leikjum á 11 dögum en liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield þann 11. mars. Tapið í gær var fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni siðan þann 3. janúar 2019. Þá tapaði liðið 2-1 gegn Manchester City í leik sem á endanum skar úr um að Man City varð enskur meistari. Var það eina tap Liverpool á síðustu leiktíð. Aðeins Arsenal hefur farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa heldur en núverandi Liverpool lið. Alls fór Arsenal 49 leiki án þess að tapa leik, þar af allt tímabilið 2003/2004. Tapið gegn Watford er stærsta tap toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar síðan Manchester City tapaði 4-1 fyrir Liverpool í nóvember 2015. Leikurinn í gær var stærsti sigur liðs í fallsæti gegn liðinu í toppsætinu síðan Leicester City lagði Manchester United af velli með þremur mörkum gegn engu þann 23. nóvember 1985. Liverpool hafði skorað í 36 deildarleikjum í röð áður en liðið mætti Watford í gær. Síðasta lið til að halda hreinu gegn Evrópumeisturunum var Everton í mars á síðasta ári. Liverpool hefur nú fengið á sig tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2016. Þá átti Liverpool aðeins eitt skot á markið hjá Watford. Það hefur ekki gerst síðan í febrúar á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United. Liverpool drop their 1st @premierleague points in days, since 1-1 at Man Utd, Oct 20 Their 1st defeat in PL games - ending the 2nd longest ever top-division unbeaten run First time they've failed to score in PL games, since at Everton, Mar 2019 pic.twitter.com/vQ6VoIWDAx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 29, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gær. Hér að neðan má sjá áhugaverða tölfræði varðandi tap Liverpool í gær. Þá er vert að taka fram að liðið hefur nú tapað tveimur leikjum á 11 dögum en liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield þann 11. mars. Tapið í gær var fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni siðan þann 3. janúar 2019. Þá tapaði liðið 2-1 gegn Manchester City í leik sem á endanum skar úr um að Man City varð enskur meistari. Var það eina tap Liverpool á síðustu leiktíð. Aðeins Arsenal hefur farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa heldur en núverandi Liverpool lið. Alls fór Arsenal 49 leiki án þess að tapa leik, þar af allt tímabilið 2003/2004. Tapið gegn Watford er stærsta tap toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar síðan Manchester City tapaði 4-1 fyrir Liverpool í nóvember 2015. Leikurinn í gær var stærsti sigur liðs í fallsæti gegn liðinu í toppsætinu síðan Leicester City lagði Manchester United af velli með þremur mörkum gegn engu þann 23. nóvember 1985. Liverpool hafði skorað í 36 deildarleikjum í röð áður en liðið mætti Watford í gær. Síðasta lið til að halda hreinu gegn Evrópumeisturunum var Everton í mars á síðasta ári. Liverpool hefur nú fengið á sig tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2016. Þá átti Liverpool aðeins eitt skot á markið hjá Watford. Það hefur ekki gerst síðan í febrúar á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United. Liverpool drop their 1st @premierleague points in days, since 1-1 at Man Utd, Oct 20 Their 1st defeat in PL games - ending the 2nd longest ever top-division unbeaten run First time they've failed to score in PL games, since at Everton, Mar 2019 pic.twitter.com/vQ6VoIWDAx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 29, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30