Innlent

Lyfjakostnaður gæti lækkað um 70 prósent

Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp frá velferðarráðherra sem ætlað er að lækka lyfjakostnað þeirr sem hvað mest þurfa á lyfjum að halda. Nái frumvarpið fram að ganga gæti lyfjakostnaður öryrkja lækkað um rúm sjötíu prósent.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir meginmarkmið frumvarpsins að auka jöfnuð sjúklinga og draga úr heildarútgjöldum þeirra sem mest þurfi á lyfjum að halda. Frumvarpið fer nú fyrir þingflokka Alþingis, en ráðherrann reiknar ekki með að það verði að lögum fyrr en undir lok ársins.

Velferðarráðherra segir frumvarpið ekki hafa áhrif á heildarútgjöld ríkisins vegna niðurgreiðslu lyfja. Núverandi kerfi sé orðið flókið og það verði einfaldað. Sjúklingar sem þurfi tímabundið á lyfjum að halda muni greiða fyrir þau að fullu upp að vissu hámarki, en síðan fari lyfjakostnaðurinn stiglækkandi og verði jafnvel enginn hjá sumum hópum.

Til dæmis gæti árlegur lyfjakostnaður öryrkja sem greiddi 170 þúsund krónur fyrir lyf nú, lækkað í 45 þúsund krónur eða um 125 þúsund krónur á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×