Ójöfn staða sakborninga Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2015 09:45 Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira