„Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2014 22:43 Ásta Guðmundsdóttir, íbúi í Sydney, segir borgina hreinlega hafa stoppað fyrsta klukkutímann eftir að ljóst var að maður hefði tekið gísla á kaffihúsinu Lindt í Martin Place. Mynd/Getty/Ásta Guðmundsdóttir „Ég var í vinnunni þegar þetta gerist og frétti af þessu um tíuleytið. Ég hringi strax í manninn minn sem er að vinna í Surrey Hills sem er næsta hverfi við Martin Place þar sem gíslatakan var. Ég veit að strætóinn hans fer þarna framhjá á morgnana en hann svaraði strax og það var allt í lagi með hann. Ég læt svo samstarfsfélaga mína vita af þessu og það taka bara allir upp símann og hringja í sína nánustu. Borgin stoppar eiginlega bara þarna fyrsta klukkutímann eftir að þetta gerist,“ segir Ásta Guðmundsdóttir, íbúi í Sydney, en Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsi þar í borg í tæpan sólarhring. Ásta segir marga eiga erindi í hverfið Martin Place, viðskiptahverfi Sydney. Mörg fyrirtæki eru til að mynda með aðalskrifstofur sínar í hverfinu. „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni. Það var mikill erill og fólk var einhvern veginn bara að spá í þessu, hvort þeir þekktu einhvern þarna og þannig.“ Það hafi svo verið misvísandi skilaboð í fréttamiðlum úti að sögn Ástu, til dæmis um hversu margir væru að verki í gíslatökunni og hvort að hún tengdist öðrum hryðjuverkum, til að mynda hryðjuverkaárás sem tókst að koma í veg fyrir í Queensland í Ástralíu í september síðastliðnum. Ásta segir að fólk hafi óttast það mjög að um stóra hryðjuverkaárás væri að ræða.Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur og var fjölda gatna í miðborg Sydney lokað, þar á meðal Elizabeth Street sem liggur upp að Martin Place.Mynd/Ásta GuðmundsdóttirSydney var eins og draugaborg Aðspurð hvort að Ástralir líti almennt á hryðjuverkaárásir sem ógn við öryggi sitt segir Ásta: „Ekki að mínu mati, nei. Þetta er bara rosalega friðsæl borg og öryggi þínu er ekki ógnað. Þannig að þetta kom held ég rosalega mörgum mjög á óvart og fólk var bara í sjokki. Það býst enginn við svona í Sydney.“ Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur í borginni og var Sydney-brúnni lokað um tíma. Ásta segir að það hafi skapað óvissu hjá fólki um hvernig það ætti að komast heim til sín úr vinnu. „Brúin skiptir borginni í norður-og suðurhluta og við búum hérna í norðurhlutanum. Ég vinn hér en maðurinn minn vinnur í suðurhlutanum og þarf því að fara yfir brúna. Hann var því fastur hinu megin í smástund og samstarfsfélagar mínir sem þurfa að fara yfir brúna þeir voru hreinlega ekki vissir um að þeir kæmust heim.“ Í eftirmiðdaginn hafi brúin svo verið opnuð að hluta en að auki var götum í um 1 kílómetra radíus frá Martin Place lokað. Ásta segir að fólk tali um að Sydney hafi verið eins og draugaborg í gær, ekki bara í miðbænum, heldur víðar. Til að mynda hafi maðurinn hennar verið mjög snöggur heim úr vinnunni þar sem svo fáir voru á ferli í borginni. Aðspurð hvort hún upplifi það sem svo að ástralska þjóðin hafi þjappað sér saman í kjölfar gíslatökunnar, eins og Tony Abbott, forsætisráðherra, hvatti til, segir Ásta erfitt að leggja mat á það núna. „Þetta gerðist náttúrulega bara í gær svo það er erfitt að segja hvernig fólk mun taka á þessu nú þegar öllu er lokið. Það mun held ég bara koma í ljós á næstu dögum.“ Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira
„Ég var í vinnunni þegar þetta gerist og frétti af þessu um tíuleytið. Ég hringi strax í manninn minn sem er að vinna í Surrey Hills sem er næsta hverfi við Martin Place þar sem gíslatakan var. Ég veit að strætóinn hans fer þarna framhjá á morgnana en hann svaraði strax og það var allt í lagi með hann. Ég læt svo samstarfsfélaga mína vita af þessu og það taka bara allir upp símann og hringja í sína nánustu. Borgin stoppar eiginlega bara þarna fyrsta klukkutímann eftir að þetta gerist,“ segir Ásta Guðmundsdóttir, íbúi í Sydney, en Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsi þar í borg í tæpan sólarhring. Ásta segir marga eiga erindi í hverfið Martin Place, viðskiptahverfi Sydney. Mörg fyrirtæki eru til að mynda með aðalskrifstofur sínar í hverfinu. „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni. Það var mikill erill og fólk var einhvern veginn bara að spá í þessu, hvort þeir þekktu einhvern þarna og þannig.“ Það hafi svo verið misvísandi skilaboð í fréttamiðlum úti að sögn Ástu, til dæmis um hversu margir væru að verki í gíslatökunni og hvort að hún tengdist öðrum hryðjuverkum, til að mynda hryðjuverkaárás sem tókst að koma í veg fyrir í Queensland í Ástralíu í september síðastliðnum. Ásta segir að fólk hafi óttast það mjög að um stóra hryðjuverkaárás væri að ræða.Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur og var fjölda gatna í miðborg Sydney lokað, þar á meðal Elizabeth Street sem liggur upp að Martin Place.Mynd/Ásta GuðmundsdóttirSydney var eins og draugaborg Aðspurð hvort að Ástralir líti almennt á hryðjuverkaárásir sem ógn við öryggi sitt segir Ásta: „Ekki að mínu mati, nei. Þetta er bara rosalega friðsæl borg og öryggi þínu er ekki ógnað. Þannig að þetta kom held ég rosalega mörgum mjög á óvart og fólk var bara í sjokki. Það býst enginn við svona í Sydney.“ Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur í borginni og var Sydney-brúnni lokað um tíma. Ásta segir að það hafi skapað óvissu hjá fólki um hvernig það ætti að komast heim til sín úr vinnu. „Brúin skiptir borginni í norður-og suðurhluta og við búum hérna í norðurhlutanum. Ég vinn hér en maðurinn minn vinnur í suðurhlutanum og þarf því að fara yfir brúna. Hann var því fastur hinu megin í smástund og samstarfsfélagar mínir sem þurfa að fara yfir brúna þeir voru hreinlega ekki vissir um að þeir kæmust heim.“ Í eftirmiðdaginn hafi brúin svo verið opnuð að hluta en að auki var götum í um 1 kílómetra radíus frá Martin Place lokað. Ásta segir að fólk tali um að Sydney hafi verið eins og draugaborg í gær, ekki bara í miðbænum, heldur víðar. Til að mynda hafi maðurinn hennar verið mjög snöggur heim úr vinnunni þar sem svo fáir voru á ferli í borginni. Aðspurð hvort hún upplifi það sem svo að ástralska þjóðin hafi þjappað sér saman í kjölfar gíslatökunnar, eins og Tony Abbott, forsætisráðherra, hvatti til, segir Ásta erfitt að leggja mat á það núna. „Þetta gerðist náttúrulega bara í gær svo það er erfitt að segja hvernig fólk mun taka á þessu nú þegar öllu er lokið. Það mun held ég bara koma í ljós á næstu dögum.“
Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07
Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30
Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29