Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 23:16 Hvergi hafa fleiri dáið á dvalarheimilum en í New York. AP/John Minchillo Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira