Ása Ólafsdóttir er nýr deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands. Þetta var niðurstaðan á deildarfundi lagadeildar í gær. Hún tekur við sem deildarforseti til tveggja ára frá og með 1. júlí næstkomandi.
Ása tekur við stöðunni af Eiríki Jónssyni lagaprófessor sem er nýr dómari við Landsrétt.
Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild, var kosinn varadeildarforseti fyrir sama tímabil. Hann tekur við stöðunni af Ásu sem gegndi því undanfarin tvö ár.