Liverpool gefur fimmtíu prósent afslátt á miðunum á Shrewsbury leikinn á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 15:45 Börn leikmanna aðalliðs Liverpool fá að eyða tíma með pöbbum sínum í vetrarfríinu. Getty/TF-Images Liverpool mætir Shrewsbury Town í ensku bikarkeppninni um næstu helgi þar sem liðin keppa um hvort þeirra fær að mæta Chelsea í sextán liða úrslitunum. Þetta verður hins umdeildur leikur vegna ákvörðunar knattspyrnustjóra Liverpool. Jürgen Klopp ætlar ekki að nota leikmenn aðalliðsins í þessum leik og hann ætlar ekki einu sinni að mæta sjálfur. Hann og Liverpool mennirnir verða í vetrarfríi að safna kröftum fyrir lokasprettinn. Klopp sagðist hafa á sínum tíma fengið fyrirmæli frá enska knattspyrnusambandinu um að virða vetrarfríið og það ætli hann að gera. Í stað leikmanna aðalliðs Liverpool munu liðsmenn 23 ára liðs Liverpool spila leikinn á móti Shrewsbury Town og það er óhætt að segja að sigurlíkur liðsins hafi minnkað talsvert við þessar fréttir. Leikurinn við Shrewsbury Town fer fram á Anfield og það var ljóst að þessar fréttir myndu hafa áhrif á aðsóknina á leikinn. Liverpool hefur nú ákveðið að koma til móts við stuðningsmenn sína með því að bjóða þeim miðana á leikinn á helmingsafslætti. Miðar á bikarleikinn á móti Shrewsbury Town munu kosta fimmtán pund fyrir fullorðna, fimm pund fyrir unglinga og eitt pund fyrir börn. Uppfært á íslenska krónu þá munu miðarnir kosta 2500 krónur fyrir fullorðna, 800 krónur fyrir unglinga og 162 krónur fyrir börn. Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
Liverpool mætir Shrewsbury Town í ensku bikarkeppninni um næstu helgi þar sem liðin keppa um hvort þeirra fær að mæta Chelsea í sextán liða úrslitunum. Þetta verður hins umdeildur leikur vegna ákvörðunar knattspyrnustjóra Liverpool. Jürgen Klopp ætlar ekki að nota leikmenn aðalliðsins í þessum leik og hann ætlar ekki einu sinni að mæta sjálfur. Hann og Liverpool mennirnir verða í vetrarfríi að safna kröftum fyrir lokasprettinn. Klopp sagðist hafa á sínum tíma fengið fyrirmæli frá enska knattspyrnusambandinu um að virða vetrarfríið og það ætli hann að gera. Í stað leikmanna aðalliðs Liverpool munu liðsmenn 23 ára liðs Liverpool spila leikinn á móti Shrewsbury Town og það er óhætt að segja að sigurlíkur liðsins hafi minnkað talsvert við þessar fréttir. Leikurinn við Shrewsbury Town fer fram á Anfield og það var ljóst að þessar fréttir myndu hafa áhrif á aðsóknina á leikinn. Liverpool hefur nú ákveðið að koma til móts við stuðningsmenn sína með því að bjóða þeim miðana á leikinn á helmingsafslætti. Miðar á bikarleikinn á móti Shrewsbury Town munu kosta fimmtán pund fyrir fullorðna, fimm pund fyrir unglinga og eitt pund fyrir börn. Uppfært á íslenska krónu þá munu miðarnir kosta 2500 krónur fyrir fullorðna, 800 krónur fyrir unglinga og 162 krónur fyrir börn.
Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira