Erlent

Mikið úrhelli hrjáir Dani

Mikið úrhelli víða í Danmörku í nótt hefur valdið því að veðurstofa landsins hefur varað við flóðum á vegum einkum á Jótlandi.

Talið er að úrkoman hafi verið yfir 30 millimetrar á Norður- og Austur Jótlandi og á Fjóni en aðrir hlutar Danmerkur hafa sloppið betur.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum er reiknað með að úrkoman standi fram eftir degi í dag. Veðrið mun ná til Sjálands seinnipartinn en þá er búist við að mesti krafturinn verði horfinn úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×