Fótbolti

Féll ekki í gryfjuna í spurningunni um Gull­boltann og segir Van Dijk þann erfiðasta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Dortmund.
Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Dortmund. vísir/epa

Erling Braut Håland, norska undrabarnið, segir að Virgil van Dijk sé erfiðasti mótherji sem hann hefur mætt og að hann hafi viljað spila með Frank Lampard á sínum ferli en Norðmaðurinn var í viðtali við ESPN um helgina.

Alexis Nunes, íþróttafréttakona ESPN, ræddi við Norðmanninn í gær og þar var hann tekinn í hraða spurningar. Fyrsta spurningin var um þann erfiðasta sem hann hefur mætt og það var Van Dijk en þeir mættust er Leipzig spilaði gegn Liverpool í Meistaradeildinni fyrr í vetur.

Hann sagði svo að það væri kannski hann sem væri fljótastur í Dortmundar-liðinu, að hann væri rappari ef hann væri ekki fótboltamaður og að Frank Lampard væri sá leikmaður sem hann hefði viljað spila með á sínum ferli.

Nunes reyndi svo að veiða Norðmanninn í gildru er hún spurði hver væri líklegastur til þess að vinna Gullknöttinn árið 2025. Einhverjir héldu þá að sá norski myndi mögulega segja hann sjálfur en hann snéri vörn í sókn og svaraði: „Messi!“

Hann var einnig spurður út í hvort að hann myndi velja Messi eða Ronaldo. Hann gat ekki svarað því en þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×