Enski boltinn

Mourinho er ekkert sniðugur - hann er bara stressaður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho er í þagnarbindindi.
José Mourinho er í þagnarbindindi. vísir/getty
Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands sem starfar sem knattspyrnuspekingur Sky Sports, segir José Mourinho ekkert sniðugan með því að mæta ekki í viðtöl þessa dagana.

Mourinho reiddist mjög um jólin og sagði herferð vera í gangi gegn sér og sínum mönnum eftir 1-1 jafnteflisleik gegn Southampton 28. desember. Hann hefur verið ákærður fyrir þau ummæli.

Sjá einnig:Chelsea aftur á sigurbraut | Sjáið mörkin

Hann mætir nú ekki lengur í viðtöl eða á blaðamannafundi sem sumum finnst sniðugt, segir Redknapp, en því er hann ekki sammála.

„Fólk segir þetta sniðuga leið til að setja pressu á dómarana. En hann er ekkert sniðugur - hann er bara stressaður því liðinu gekk illa og átta stiga forysta þess á Manchester City er nú að engu orðin,“ segir Redknapp í pistli á vef Daily Mail.

Chelsea tapaði fyrir Newcastle og Tottenham í desember og gerði jafntefli við Southampton sem varð til þess að City vann upp átta stiga forystu þess. Munurinn er nú tvö stig eftir leiki helgarinnar.

Sjá einnig:Mourinho ákærður af enska knattspyrnusambandinu

„Það er svo sannarlega engin herferð í gangi gegn Chelsea að hálfu dómaranna eða fjölmiðlanna. Hann vill bara að sínum mönnum líði eins og allir séu á móti þeim því hann elskar að vera litla liðið. Því miður fyrir hann er Chelsea-liðið tilbúið að vinna deildina,“ segir Redknapp.

„Eina fólkið sem tapar á þessu þagnarbindindi eru stuðningsmennirnir. Það eru þeir sem elska hann og vilja vita hvað hann hefur að segja eftir leiki. Ef ég væri leikmaður myndi ég hvetja hann til að tala þeirra vegna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×