Sport

„Fólk horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fury sýndi snilli sína gegn Wilder í nótt.
Fury sýndi snilli sína gegn Wilder í nótt. vísir/getty

Tyson Fury var í skýjunum eftir að hafa sigrað Deontay Wilder í titilbardaga í þungavigt í Las Vegas í nótt. Fury vann á tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu.

Þetta var annar bardagi Furys og Wilders en þeir gerðu umdeilt jafntefli 1. desember 2018.

„Ég sagði öllum sem vildu heyra að Sígaunakóngurinn myndi endurheimta krúnuna,“ sagði Fury eftir bardagann.

„Fyrir síðasta bardaga afskrifuðu mig allir. Ég var of léttur og búinn að æfa of mikið. Ég stend við orð mín. Ég sagði Wilder, liðinu hans og heiminum öllum þetta. Markmiðið var að rota hann.“

Fury talar í fyrirsögnum en segist hafa efni á því. „Ég tala svona því ég get bakkað það upp. Fólk vanmetur mig. Það horfir á bumbuna á mér og skallann og heldur að ég geti ekki barist. En Wilder barðist við bestu útgáfuna af Tyson Fury,“ sagði Fury.

Hann á von á því að þeir Wilder mætist aftur áður en langt um líður.

„Ég geri ráð fyrir að hann óski eftir þriðja bardaganum. Hann er stríðsmaður og ég bíð eftir honum,“ sagði Fury en Wilder hefur 30 daga til að biðja um annan bardaga.

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×