Erlent

Sjö látnir eftir jarð­skjálfta í Tyrk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Fjallið Süphan við tyrknesku borgina Van sem stendur við samnefnt vatn.
Fjallið Süphan við tyrknesku borgina Van sem stendur við samnefnt vatn. Getty

Sjö manns hið minnsta eru látnir eftir að skjálfti 5,7 að stærð varð austast í Tyrklandi, skammt frá landamærunum að Íran.

Tyrknesk yfirvöld hafa lýst því yfir að vitað sé að margir hafi orðið undir þegar hús hrundu og er þeirra nú leitað.

TRT greinir frá því að á fimmta tug bæja í austurhluta landsins hafi orðið fyrir áhrifum af skjálftanum. Sömu sögu sé líklega að segja frá landsvæðinu í vesturhluta Írans.

Fréttir hafa einnig borist af því að byggingar hafi eyðilagst í tyrknesku borginni Van vegna skjálftans.

Skjálftinn varð á um fimm kílómetra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×