„Mesta hneykslið að giskað hafi verið á Sigurð Inga og Guðlaug Þór“ Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2014 19:38 Stefáni Pálssyni þykir leiðinlegt að hafa haft þessa fimm leiki af Brynjari Níelssyni. „Ég bara skil ekki hvernig menn gátu klikkað á svona,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður um spurningu í síðasta þætti Útsvars þar sem spurt var um hvaða núsitjandi þingmenn hafi spilað leiki í efstu deild í knattspyrnu. Brynjar gleymdist í upptalningunni. „Það er mynd af Bjarna Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni og svo spurt hvaða þingmaður auk þeirra hafi spilað í efstu deild. Rétta svarið var Höskuldur Þórhallsson. Haldið var fram að það væru bara þrír þingmenn, en það er bara alls ekkert svo,“ segir Brynjar léttur í bragði í samtali við Vísi. Brynjar segist ekki hafa séð Útsvarið sjálfur en að Willum hafi komið til hans í dag og sagt að hann mundi ekki betur en að Brynjar hafi spilað í efstu deild. „Í Útsvari er alla vega ekki gert ráð fyrir því.“ Brynjar segist þó ekki hafa tekið þessu persónulega. „En að giska á Sigurð Inga og Guðlaug Þór. Það fannst mér langmesta hneykslið. Að vísu var Guðlaugur þokkalegur í knattspyrnu en hann var bara svo grófur að það var ekki hægt að vera með hann í liðinu.“ Aðspurður um knattspyrnuferil sinn segist Brynjar meðal annars náð að spila unglingalandsleik. „Ég hætti í knattspyrnu sem unglingur en svo var ég dreginn á æfingar 1981, 82 og spilaði þá nokkra leiki í efstu deild með Val þangað til ég tognaði í nára og hætti endanlega.“Hvað hefði getað orðið Brynjar?„Spurðu Þorgrím Þráinsson. Hann segir að ég hefði getað orðið besti knattspyrnumaður Íslands. En svo byrjaði ég reyndar aftur og spilaði þá með Fylki árið 1984. Þá spiluðu þeir í þriðju deild og við unnum okkur upp í aðra deild og urðum svo Íslandsmeistarar innanhúss. Eftir það varð ég svo bara Íslandsmeistari með old boys.“Fimm leikir, ekkert mark Stefán Pálsson, sagnfræðingur, knattspyrnuáhugamaður og höfundur spurninga í Útsvari, kom af fjöllum þegar Vísir hafði samband við hann nú undir kvöld. Hann fletti Brynjari þó upp á meðan símtalinu stóð. „Já, það er rétt. Brynjar Níelsson árið 1982. Fimm leikir, ekkert mark.“Er eitthvað um spjöld þarna?„Nei, Brynjar myndi ekki deila við dómarann. Það eru engar líkur á því. Mér finnst hins vegar gleðilegt að sjá nýjar og óvæntar hliðar dúkka upp á Brynjari í hverri viku. Hann sló í gegn sem internetgrínisti í síðustu viku og nú sem íþróttakempa.“ Stefáni þykir leiðinlegt að hafa haft þessa fimm leiki af Brynjari. „Spurningin hefði náttúrulega verið enn betri ef ég hefði getað haft hann með. En svona er þetta.“ Facebook-færsla Brynjars frá því fyrr í kvöld:Fékk af því fregnir að haldið hafi verið fram Í Útsvari að Höskuldur Þórhallsson hafi verið eini núverandi þingmaðurinn fyrir utan Bjarna Benediktsson og Willum Þór Þórsson sem hafi spilað í efstu deild í knattspyrnu. Þetta er rangt og spurningameistari Útsvars hefði mátt vita það að menn verða ekki eins hjólbeinóttir og ég nema að hafa spilað í efstu deild. Ég reikna með afsökunarbeiðni frá RUV enda hafa menn þar á bæ beðist afsökunar af ómerkilegri ástæðum. Svo skil ég ekki hvernig keppnisliðunum datt í hug nöfn þeirra Guðlaugs Þórs og Sigurðar Inga. Ég hefði frekar giskað á að þeir hefðu verið í ballett en spilað knattspyrnu í efstu deild. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Ég bara skil ekki hvernig menn gátu klikkað á svona,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður um spurningu í síðasta þætti Útsvars þar sem spurt var um hvaða núsitjandi þingmenn hafi spilað leiki í efstu deild í knattspyrnu. Brynjar gleymdist í upptalningunni. „Það er mynd af Bjarna Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni og svo spurt hvaða þingmaður auk þeirra hafi spilað í efstu deild. Rétta svarið var Höskuldur Þórhallsson. Haldið var fram að það væru bara þrír þingmenn, en það er bara alls ekkert svo,“ segir Brynjar léttur í bragði í samtali við Vísi. Brynjar segist ekki hafa séð Útsvarið sjálfur en að Willum hafi komið til hans í dag og sagt að hann mundi ekki betur en að Brynjar hafi spilað í efstu deild. „Í Útsvari er alla vega ekki gert ráð fyrir því.“ Brynjar segist þó ekki hafa tekið þessu persónulega. „En að giska á Sigurð Inga og Guðlaug Þór. Það fannst mér langmesta hneykslið. Að vísu var Guðlaugur þokkalegur í knattspyrnu en hann var bara svo grófur að það var ekki hægt að vera með hann í liðinu.“ Aðspurður um knattspyrnuferil sinn segist Brynjar meðal annars náð að spila unglingalandsleik. „Ég hætti í knattspyrnu sem unglingur en svo var ég dreginn á æfingar 1981, 82 og spilaði þá nokkra leiki í efstu deild með Val þangað til ég tognaði í nára og hætti endanlega.“Hvað hefði getað orðið Brynjar?„Spurðu Þorgrím Þráinsson. Hann segir að ég hefði getað orðið besti knattspyrnumaður Íslands. En svo byrjaði ég reyndar aftur og spilaði þá með Fylki árið 1984. Þá spiluðu þeir í þriðju deild og við unnum okkur upp í aðra deild og urðum svo Íslandsmeistarar innanhúss. Eftir það varð ég svo bara Íslandsmeistari með old boys.“Fimm leikir, ekkert mark Stefán Pálsson, sagnfræðingur, knattspyrnuáhugamaður og höfundur spurninga í Útsvari, kom af fjöllum þegar Vísir hafði samband við hann nú undir kvöld. Hann fletti Brynjari þó upp á meðan símtalinu stóð. „Já, það er rétt. Brynjar Níelsson árið 1982. Fimm leikir, ekkert mark.“Er eitthvað um spjöld þarna?„Nei, Brynjar myndi ekki deila við dómarann. Það eru engar líkur á því. Mér finnst hins vegar gleðilegt að sjá nýjar og óvæntar hliðar dúkka upp á Brynjari í hverri viku. Hann sló í gegn sem internetgrínisti í síðustu viku og nú sem íþróttakempa.“ Stefáni þykir leiðinlegt að hafa haft þessa fimm leiki af Brynjari. „Spurningin hefði náttúrulega verið enn betri ef ég hefði getað haft hann með. En svona er þetta.“ Facebook-færsla Brynjars frá því fyrr í kvöld:Fékk af því fregnir að haldið hafi verið fram Í Útsvari að Höskuldur Þórhallsson hafi verið eini núverandi þingmaðurinn fyrir utan Bjarna Benediktsson og Willum Þór Þórsson sem hafi spilað í efstu deild í knattspyrnu. Þetta er rangt og spurningameistari Útsvars hefði mátt vita það að menn verða ekki eins hjólbeinóttir og ég nema að hafa spilað í efstu deild. Ég reikna með afsökunarbeiðni frá RUV enda hafa menn þar á bæ beðist afsökunar af ómerkilegri ástæðum. Svo skil ég ekki hvernig keppnisliðunum datt í hug nöfn þeirra Guðlaugs Þórs og Sigurðar Inga. Ég hefði frekar giskað á að þeir hefðu verið í ballett en spilað knattspyrnu í efstu deild.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira