Hver á að vera næsti landsliðsfyrirliði? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson tók við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni eftir Ólympíuleikana 2012 og bar það næstu átta árin. vísir/epa Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty
Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira