Fótbolti

Tíu menn í þýsku deildunum komu jákvæðir út úr kórónuveiruprófi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þrír leikmenn 1 FC Köln greindust með kórónuveiruna en það lítur ekki út fyrir að þeir hafi smitað fleiri leikmenn liðsins.
Þrír leikmenn 1 FC Köln greindust með kórónuveiruna en það lítur ekki út fyrir að þeir hafi smitað fleiri leikmenn liðsins. Getty/Marius Becker

Þýska deildin á að hefjast aftur í þessum mánuði og verður þá sú fyrsta af þeim stóru til að hefja leik á nýju eftir kórónuveirufaraldurinn. Nú er spurning hvaða áhrif smitaðir leikmenn munu hafa á þau plön.

Þýsku liðin eru farin að æfa saman en byrjun mótsins hefur þegar verið frestað um eina viku.

Deildin átti að fara fram 9. maí en þýsk stjórnvöld komu í veg fyrir það. Nú þykir líkasta að fyrsta umferð eftir faraldur verð annað hvort 16. eða 23. maí næstkomandi.

Þýska knattspyrnusambandið segist hafa framkvæmt 1724 kórónuveirupróf meðal leikmanna í bundesligunum tveimur en alls eru 36 lið í deildunum.

Nýjar fréttir eru nú um það að tíu af öllum þessum leikmönnum reyndust vera með kórónuveiruna. Allir hafa þeir verið settir í sóttkví.

Í síðustu viku voru fréttir af þrír leikmenn Kölnarliðsins hafi verið með kórónuveiruna en enginn annar hafði smitast þegar það var aftur prófað meðal leikmanna liðsins í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×