„Stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2020 15:49 Finnur Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við Val í dag. vísir/vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta í dag. Mörg lið sóttust eftir starfskröftum hans. „Ég var í viðræðum við nokkur lið sem settu saman flottan pakka og það er greinilega mikill metnaður í íslenskum körfubolta. Ég er bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá vinnu. Það er ekkert sjálfsagt,“ sagði Finnur í Sportinu í dag. Finnur þjálfaði yngri flokka Vals tímabilið 2018-19 og þekkir því ágætlega til á Hlíðarenda. „Mér leið vel þarna. Það er vel staðið að hlutunum og gott fólk þarna. Þetta er stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur. Ég á að hjálpa félaginu að taka næsta skref,“ sagði Finnur sem gerði KR að Íslandsmeisturum öll fimm tímabilin sem þjálfari karlaliðsins. Verkefnið hjá Val er talsvert frábrugðið því sem hann glímdi við hjá KR. „Þetta eru ólík verkefni. Þegar ég tók við KR var stærsta málið að vinna tvö ár í röð. Nú tek ég við liði sem er að reyna að festa sig í sessi í deildinni og hefur ekki komist í úrslitakeppnina í langan tíma.“ Finnur segir að blandan í Valsliðinu á síðasta tímabili hafi ekki verið nógu góð. „Fyrsta skrefið er að setja saman lið sem getur gert eitthvað. Manni fannst væntingarnar svolítið óraunhæfar þegar Pavel [Ermolinskij] kom í fyrra. Mér fannst liðið illa samsett og það var ekkert samasemmerki milli þess sem fólk var að tala um og gera,“ sagði Finnur. Hann stefnir á að koma Val í úrslitakeppnina. „Markmiðið er klárlega að taka næsta skref og komast í úrslitakeppnina. Deildin er gríðarlega sterk og mörg lið mun betri en þegar ég var að þjálfa. Svo eru þjálfararnir miklu betri.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00 Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta í dag. Mörg lið sóttust eftir starfskröftum hans. „Ég var í viðræðum við nokkur lið sem settu saman flottan pakka og það er greinilega mikill metnaður í íslenskum körfubolta. Ég er bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá vinnu. Það er ekkert sjálfsagt,“ sagði Finnur í Sportinu í dag. Finnur þjálfaði yngri flokka Vals tímabilið 2018-19 og þekkir því ágætlega til á Hlíðarenda. „Mér leið vel þarna. Það er vel staðið að hlutunum og gott fólk þarna. Þetta er stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur. Ég á að hjálpa félaginu að taka næsta skref,“ sagði Finnur sem gerði KR að Íslandsmeisturum öll fimm tímabilin sem þjálfari karlaliðsins. Verkefnið hjá Val er talsvert frábrugðið því sem hann glímdi við hjá KR. „Þetta eru ólík verkefni. Þegar ég tók við KR var stærsta málið að vinna tvö ár í röð. Nú tek ég við liði sem er að reyna að festa sig í sessi í deildinni og hefur ekki komist í úrslitakeppnina í langan tíma.“ Finnur segir að blandan í Valsliðinu á síðasta tímabili hafi ekki verið nógu góð. „Fyrsta skrefið er að setja saman lið sem getur gert eitthvað. Manni fannst væntingarnar svolítið óraunhæfar þegar Pavel [Ermolinskij] kom í fyrra. Mér fannst liðið illa samsett og það var ekkert samasemmerki milli þess sem fólk var að tala um og gera,“ sagði Finnur. Hann stefnir á að koma Val í úrslitakeppnina. „Markmiðið er klárlega að taka næsta skref og komast í úrslitakeppnina. Deildin er gríðarlega sterk og mörg lið mun betri en þegar ég var að þjálfa. Svo eru þjálfararnir miklu betri.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00 Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00
Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49