Vara við baðferðum í „stórhættulegu“ affalli eftir sprengingu á samfélagsmiðlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2020 19:09 Loftmynd af affallinu. Heitu vatni er veitt um stokk út í sjó þar sem borið hefur á því að fólk hafi verið að baða sig. Mynd/Map.is HS Orka varar við því að stórhættulegt getur verið að baða sig í affalli Reykjanesvirkjunar á Reykjanesi. Endurteknar tilkynningar og birtingar á samfélagsmiðlum bendi til þess að það sé að færast í aukana að fólk sé að baða sig í affallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku en í samtali við Vísir segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku að í gegnum árin hafi nokkrar tilkynningar borist um að einhver hafi verið að baða sig í affallinu. Um helgina hafi hins vegar samfélagsmiðlar fyllst af myndefni frá affallinnu og borið á tali um að um nýja „náttúrulaug“ væri að ræða. Svo er hins vegar alls ekki og í tilkynningunni er varað við því að það geti hreinlega verið stórhættulegt að baða sig í affallinu. „Vatnið sem kemur úr affallinu er alla jafna um 35 gráðu heitt en það er þó stórhættulegt að baða sig í affallinu þar sem að hitinn getur skyndilega aukist í allt að 100 gráður ef að aðstæður í orkuverinu breytast. Ef það myndi gerast er ljóst að afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar,“ segir í tilkynningunni. „HS Orka vill því ítreka við alla að það er stranglega bannað að fara ofan í sjóinn við affallið. Þetta er ekki náttúrulaug eins og hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum heldur affall frá orkuveri sem getur verið mjög breytilegt eftir aðstæðum.“ Blaðamaður Vísis var á flakki um Reykjanesið um helgina og skoðaði meðal annars aðstæður á svæðinu seinni partinn á sunnudaginn. Þar voru líklega um tuttugu bílar og fólk naut veðurblíðunnar í heitu vatninu. View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
HS Orka varar við því að stórhættulegt getur verið að baða sig í affalli Reykjanesvirkjunar á Reykjanesi. Endurteknar tilkynningar og birtingar á samfélagsmiðlum bendi til þess að það sé að færast í aukana að fólk sé að baða sig í affallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku en í samtali við Vísir segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku að í gegnum árin hafi nokkrar tilkynningar borist um að einhver hafi verið að baða sig í affallinu. Um helgina hafi hins vegar samfélagsmiðlar fyllst af myndefni frá affallinnu og borið á tali um að um nýja „náttúrulaug“ væri að ræða. Svo er hins vegar alls ekki og í tilkynningunni er varað við því að það geti hreinlega verið stórhættulegt að baða sig í affallinu. „Vatnið sem kemur úr affallinu er alla jafna um 35 gráðu heitt en það er þó stórhættulegt að baða sig í affallinu þar sem að hitinn getur skyndilega aukist í allt að 100 gráður ef að aðstæður í orkuverinu breytast. Ef það myndi gerast er ljóst að afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar,“ segir í tilkynningunni. „HS Orka vill því ítreka við alla að það er stranglega bannað að fara ofan í sjóinn við affallið. Þetta er ekki náttúrulaug eins og hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum heldur affall frá orkuveri sem getur verið mjög breytilegt eftir aðstæðum.“ Blaðamaður Vísis var á flakki um Reykjanesið um helgina og skoðaði meðal annars aðstæður á svæðinu seinni partinn á sunnudaginn. Þar voru líklega um tuttugu bílar og fólk naut veðurblíðunnar í heitu vatninu. View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT
Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira