Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 22:45 Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Vísir/getty 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“ Perú Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“
Perú Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira