Fótbolti

Ætla að sýna leiki á Englandi í beinni á YouTube

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hollendingurinn Joel Matip í stuði.
Hollendingurinn Joel Matip í stuði. vísir/getty

Fari enska úrvalsdeildin aftur að rúlla er ljóst að einhverjir leikir muni verða í beinni útsendingu á YouTube, að minnsta kosti á Englandi, en þetta segir í frétt Daily Mail í morgun.

Sky Sports og BT Sport skipta með sér sjónvarpsréttinum á Englandi en til þess að allir leikirnir verði sýndir beint er talað um að einhverjir leikir verði sýndir í beinni á YouTube.

Verið er að klára samninginn segir í frétt enskra miðla í morgun en vegna þess að allir leikir fara fram bak við luktar dyr vilja forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar að allir leikir deildarinnar verði sýndir beint.

92 leikir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni og munu flestir þeirra verða sýndir á Sky Sports og BT Sport en BBC og ITV koma ekki til greina þegar talað er um enska boltann.

Síðasti leikur sem var sýndur í opinni dagskrá á Englandi á Sky Sports var leikur Manchester United gegn Swansea tímabilið 2013/2014 er Gylfi Sigurðsson skoraði magnað aukaspyrnumark en síðasti leikurinn í opinni dagskrá á BT Sport var leikur Crystal Palace og Arsenal sama tímabil.

Ensku úrvalsdeildarfélögin reikna með að snúa aftur til æfinga 12. maí og byrja að spila aftur 12. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×