Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 17:15 Ruben Amorim þegar hann mætti í viðtal við MUTV stöðina á Old Trafford. Getty/Ash Donelon Rúben Amorim er tekinn við liði Manchester United en ólíkt forvera sínum þá fær hann ekki að kaupa leikmenn fyrir stórfé í næsta glugga. Eric ten Hag, sem United lét fara á dögunum, fékk að eyða 564 milljónum punda í nýja leikmenn á sínum tíma sem er það mesta hjá knattspyrnustjóra félagsins síðan að Sir Alex Ferguson réði ríkjum. Mörg af þessum kaupum Ten Hag hafa ollið miklum vonbrigðum og dýrir leikmenn komast varla í hópinn, hvað þá í liðið. Það þarf að bæta innkaupastefnu félagsins og því verður ekki anað út í nein kaup í janúar. ESPN hefur heimildir fyrir því að skilaboðin til Amorim frá eigendum United væru þau að hann þyrfti bara að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem væru þegar hjá félaginu. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá er lítill peningur til hjá United eins og við höfum reyndar séð í alls konar sparnaðaraðgerðum á síðustu mánuðum. Það eru breyttar áherslur og nú þarf Portúgalinn að framkalla svipuð kraftaverk og hann gerði hjá Sporting Lissabon. Sporting seldi leikmenn fyrir miklu hærri upphæð en þeir keyptu menn fyrir þessi sigursælu ár Amorim þar. Honum tókst að búa til fullt af stjörnum þar en það er vissulega nóg af stjörnum í herbúðum United. Vantar frekar bara að þeir nýti hæfileika sína inn á vellinum. Það styttist í fyrsta leik United undir stjórn Amorim sem er á móti Ipswich Town á Portman Road á sunnudaginn. Hinn 39 ára gamli Amorim fær ekki margar æfingar með öllu liðinu enda hafa margir verið uppteknir með landsliðum sínum. Liðið stóð sig vel undir stjórn Ruud van Nistelrooy og það er strax komin önnur ára í kringum liðið en þegar Ten Hag sat í stjórastólnum. Liðið er samt bara í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því þarf mikið átak til að koma liðinu aftur í Meistaradeildarsæti. Amorim er því kominn í mjög krefjandi og pressumikið starf en það verða mörg augu á honum og liðinu í fyrstu leikjunum. Stuðningsmenn Manchester United geta aftur á móti hætt að láta sig dreyma um nýja og öfluga leikmenn í janúar. Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Eric ten Hag, sem United lét fara á dögunum, fékk að eyða 564 milljónum punda í nýja leikmenn á sínum tíma sem er það mesta hjá knattspyrnustjóra félagsins síðan að Sir Alex Ferguson réði ríkjum. Mörg af þessum kaupum Ten Hag hafa ollið miklum vonbrigðum og dýrir leikmenn komast varla í hópinn, hvað þá í liðið. Það þarf að bæta innkaupastefnu félagsins og því verður ekki anað út í nein kaup í janúar. ESPN hefur heimildir fyrir því að skilaboðin til Amorim frá eigendum United væru þau að hann þyrfti bara að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem væru þegar hjá félaginu. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá er lítill peningur til hjá United eins og við höfum reyndar séð í alls konar sparnaðaraðgerðum á síðustu mánuðum. Það eru breyttar áherslur og nú þarf Portúgalinn að framkalla svipuð kraftaverk og hann gerði hjá Sporting Lissabon. Sporting seldi leikmenn fyrir miklu hærri upphæð en þeir keyptu menn fyrir þessi sigursælu ár Amorim þar. Honum tókst að búa til fullt af stjörnum þar en það er vissulega nóg af stjörnum í herbúðum United. Vantar frekar bara að þeir nýti hæfileika sína inn á vellinum. Það styttist í fyrsta leik United undir stjórn Amorim sem er á móti Ipswich Town á Portman Road á sunnudaginn. Hinn 39 ára gamli Amorim fær ekki margar æfingar með öllu liðinu enda hafa margir verið uppteknir með landsliðum sínum. Liðið stóð sig vel undir stjórn Ruud van Nistelrooy og það er strax komin önnur ára í kringum liðið en þegar Ten Hag sat í stjórastólnum. Liðið er samt bara í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því þarf mikið átak til að koma liðinu aftur í Meistaradeildarsæti. Amorim er því kominn í mjög krefjandi og pressumikið starf en það verða mörg augu á honum og liðinu í fyrstu leikjunum. Stuðningsmenn Manchester United geta aftur á móti hætt að láta sig dreyma um nýja og öfluga leikmenn í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira