Skutu öryggisvörð verslunar vegna deilu um grímu Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 09:01 Sharion Munerlyn, sonur öryggisvarðarins, faðmar frænku sína á minningarathöfn á sunnudaginn. AP/Jake May Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira