Erlent

Eva Kjer segir af sér

Samúel Karl Ólason skrifar
Eva Kjer, fyrrverandi umhverfisráðherra Danmerkur.
Eva Kjer, fyrrverandi umhverfisráðherra Danmerkur. Vísir/EPA
Eva Kjer Hansen hefur sagt af sér sem umhverfisráðherra Danmerkur. Minnihlutaríkisstjórn Venstreflokksins er því örugg en til stóð að kjósa um vantraust á ráðherrann á þriðjudaginn. Það var stuðningsflokkur Venstre, Íhaldsflokkurinn sem lýsti yfir vantrausti á Evu Kjer og vildi fá hana úr ráðherrastól.

Vantrauststillagan er til komin vegna deilna um frumvarp Evu Kjer, sem talið er fegra losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði Danmerkur. Hún er sökuð um að byggja frumvarp sitt á áætlunum og gögnum frá Bændasamtökum Danmerkur, nánast óbreytt.

Sjá einnig: Íhaldsmenn haggast ekki

Undanfarna daga hefur Lars Løkke Rasmussen fundað stíft með Íhaldsmönnum og öðrum stuðningsmönnum. Hins vegar tókst forsætisráðherranum ekki að fá Íhaldsmenn af skoðun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×