Dvalið í draumahöll borgarstjóra Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. maí 2013 12:00 Finnbogi Pétursson myndlistamaður. „Ég er að reyna að komast að kjarna borgarinnar og maður kemst ekki mikið nær kjarnanum en að borgarstjóra í djúpsvefni,“ segir Finnbogi Pétursson um sýningu sem hann opnar í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu á laugardag. Í miðjum garðinum verður komið fyrir gömlum ljósastaur og á hann hengdar tvær tæplega hálfrar aldar hátarabjöllur úr gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Finnbogi fékk leyfi Jóns Gnarr borgarstjóra til að hljóðrita nætursvefn hans og mun upptakan óma úr hátalarabjöllunum í garðinum í sumar. „Hugmyndin er fólk komi í garðinn á hvaða tíma sem er, leggist og láti sig dreyma með borgarstjóranum,“ segir Finnbogi. Hann segist hafa viljað fanga stundina þar sem fulltrúi borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, stígur úr hinum daglega heimi og inn draumaheiminn þar sem hann endurhleður sig yfir nóttina. „Jón tók vel í þetta og var svo vænn að hleypa mér svona nálægt sér. Ég lét hann hafa upptökutæki, kenndi honum á það og sýndi honum hvar hann ætti að stilla því upp. Svo lagðist hann til hvílu og fór í gegnum öll stig svefnsins sem við förum í gegn á hverri nóttu til að endurhlaða kerfið.“ Upptakan af svefni borgarstjóra um átta klukkustundir verður leikin í sífellu allan sólarhringinn þar til í ágúst þegar sýningunni lýkur. Nágrannar þurfa þó ekki að óttast ónæði af völdum verksins. „Ég er ekki að „blasta“ neinu. Upptakan er mjög lágstemmd; þetta er aðallega þögn eða hægur andardráttur, brotin upp með einstaka hrotu. Af öðrum verkum mínum er þetta líklega einna mest í ætt við hljóðskúlptúr sem ég gerði á aldarafmæli Halldórs Laxness. Þar var meginuppistaðan upptaka af upplestri Halldórs þar sem ég hafði klippt út öll orðin en spilaði bara þögnina.“ Skúlptúrinn er öðrum þræði nostalgíuverk. „Ég fór stundum í bæinn með pabba á þjóðhátíðardaginn þegar ég var strákur og man vel eftir hátarabjöllunum, það má meðal annars sjá þeim bregða fyrir á 40 til 50 ára gömlum myndum af þjóðhátíðarhöldum í Reykjavík,“ segir Finnbogi en hann bjargaði bjöllunum frá förgun fyrir nokkrum árum og hefur haft þær í garðinum hjá sér síðan. Finnbogi hefur verið í hópi fremstu myndlistarmanna landsins um nokkurt skeið og einbeitt sér að hljóðtengdum innsetningum, til dæmis verkið Diabolus sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum 2001 sem fulltrúi Íslands. Hann segist þó aldrei hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hljóðlistamaður. „Hver hugmynd og hvert verk hafa einfaldlega leitt mig að því næsta. Þetta er eins og að setja niður fræ sem verður að tré sem maður tekur afleggjari af og þegar yfir lýkur er kominn skógur. Svona er það með alla kreatíva vinnu, þar sem hugmyndirnar skarast og tvístrast. Ég er bara myndlistarmaður með mikinn áhuga á hljóði og það hefur leitt mig á þennan stað, að reyna að hljóðtengja allt.“ Sýning Finnboga í Höggmyndagarðinum verður opnuð á laugardag klukkan 12. Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég er að reyna að komast að kjarna borgarinnar og maður kemst ekki mikið nær kjarnanum en að borgarstjóra í djúpsvefni,“ segir Finnbogi Pétursson um sýningu sem hann opnar í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu á laugardag. Í miðjum garðinum verður komið fyrir gömlum ljósastaur og á hann hengdar tvær tæplega hálfrar aldar hátarabjöllur úr gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Finnbogi fékk leyfi Jóns Gnarr borgarstjóra til að hljóðrita nætursvefn hans og mun upptakan óma úr hátalarabjöllunum í garðinum í sumar. „Hugmyndin er fólk komi í garðinn á hvaða tíma sem er, leggist og láti sig dreyma með borgarstjóranum,“ segir Finnbogi. Hann segist hafa viljað fanga stundina þar sem fulltrúi borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, stígur úr hinum daglega heimi og inn draumaheiminn þar sem hann endurhleður sig yfir nóttina. „Jón tók vel í þetta og var svo vænn að hleypa mér svona nálægt sér. Ég lét hann hafa upptökutæki, kenndi honum á það og sýndi honum hvar hann ætti að stilla því upp. Svo lagðist hann til hvílu og fór í gegnum öll stig svefnsins sem við förum í gegn á hverri nóttu til að endurhlaða kerfið.“ Upptakan af svefni borgarstjóra um átta klukkustundir verður leikin í sífellu allan sólarhringinn þar til í ágúst þegar sýningunni lýkur. Nágrannar þurfa þó ekki að óttast ónæði af völdum verksins. „Ég er ekki að „blasta“ neinu. Upptakan er mjög lágstemmd; þetta er aðallega þögn eða hægur andardráttur, brotin upp með einstaka hrotu. Af öðrum verkum mínum er þetta líklega einna mest í ætt við hljóðskúlptúr sem ég gerði á aldarafmæli Halldórs Laxness. Þar var meginuppistaðan upptaka af upplestri Halldórs þar sem ég hafði klippt út öll orðin en spilaði bara þögnina.“ Skúlptúrinn er öðrum þræði nostalgíuverk. „Ég fór stundum í bæinn með pabba á þjóðhátíðardaginn þegar ég var strákur og man vel eftir hátarabjöllunum, það má meðal annars sjá þeim bregða fyrir á 40 til 50 ára gömlum myndum af þjóðhátíðarhöldum í Reykjavík,“ segir Finnbogi en hann bjargaði bjöllunum frá förgun fyrir nokkrum árum og hefur haft þær í garðinum hjá sér síðan. Finnbogi hefur verið í hópi fremstu myndlistarmanna landsins um nokkurt skeið og einbeitt sér að hljóðtengdum innsetningum, til dæmis verkið Diabolus sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum 2001 sem fulltrúi Íslands. Hann segist þó aldrei hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hljóðlistamaður. „Hver hugmynd og hvert verk hafa einfaldlega leitt mig að því næsta. Þetta er eins og að setja niður fræ sem verður að tré sem maður tekur afleggjari af og þegar yfir lýkur er kominn skógur. Svona er það með alla kreatíva vinnu, þar sem hugmyndirnar skarast og tvístrast. Ég er bara myndlistarmaður með mikinn áhuga á hljóði og það hefur leitt mig á þennan stað, að reyna að hljóðtengja allt.“ Sýning Finnboga í Höggmyndagarðinum verður opnuð á laugardag klukkan 12.
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira