Innlent

Ekki farið að reyna á breytt lög

Halldór Þormar Halldórsson
Halldór Þormar Halldórsson
Þótt breyting á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda ofbeldis hafi tekið gildi 22. júní í fyrra hafa enn ekki borist umsóknir um bætur sem falla undir lögin, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, lögfræðings hjá Sýslumanninum á Siglufirði sem hefur umsjón með bótagreiðslunum.

„Lagabreytingin gildir bara um brot sem framin eru eftir gildistöku hennar. Samkvæmt almennu lagaskilareglunum er ekki gert ráð fyrir að lög geti verið afturvirk. Skaðabótakrafa stofnast auk þess ekki fyrr en skaðabótaskyldur verknaður er framinn og málin taka oft um það bil ár í dómskerfinu. En við bíðum spennt eftir að sjá hvernig þetta kemur út í nýjum dómum,“ greinir Halldór frá.

Greiðsla ríkissjóðs á miskabótum, sem átti venjulega við í kynferðisbrotamálum, var aðeins að hámarki 600 þúsund krónur og hafði verið óbreytt frá 1995. Með breytingu á lögunum voru hámarksbætur fyrir miska hækkaðar í 3 milljónir króna. Þolandi kynferðisbrots getur jafnframt krafist bóta vegna andlegs tjóns sem telst varanlegur miski.

Hámarksbætur fyrir líkamstjón, þ.m.t. fyrir varanlegar afleiðingar fyrir andlega og líkamlega heilsu tjónþola, voru hækkaðar í 5 milljónir króna en voru áður 2,5 milljónir króna. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×