Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2019 15:56 Í tilkynningu frá bankanum segir að ekki sé um meiri háttar brot að ræða. Vísir/Hanna Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Sáttin felur í sér að bankinn viðurkennir að láðst hafi að skrá með skipulegum og formlegum hætti innan bankans greiningu hagsmunaárekstra í tengslum við kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum á árinu 2015. Sama er að segja um þátttöku þeirra í hlutafjárhækkunum Sameinaðs Sílikons hf. á árunum 2016 og 2017. Bankinn mun greiða 21 milljón króna í sekt og verður gengið úr skugga að hið sama gerist ekki aftur. Hér má sjá niðurstöðuna á vef Fjármálaeftirlitsins. Í tilkynningu frá bankanum segir að ekki sé um meiri háttar brot að ræða og kemur það sömuleiðis fram í niðurstöður FME. Arion hafi gegnt fjölþættu hlutverki við öflun fjármagns til uppbyggingar verksmiðjunnar og það hafi óhjákvæmilega falið í sér hagsmunaárekstra. „Bankinn upplýsti viðskiptavini sína um þessi tengsl og gætti þess að til staðar væru viðeigandi mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar myndu skaða hagsmuni viðskiptavina. Hvorki voru gerðar athugasemdir við greiningu hagsmunaárekstra né mótvægisaðgerðir bankans en líkt og segir í sáttinni, láðist að skjala greiningu á hagsmunaárekstrum og hefur bankinn þegar brugðist við þessari yfirsjón og bætt innri skráningu hagsmunaárekstra,“ segir í tilkynningunni. Íslenskir bankar United Silicon Tengdar fréttir 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira
Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Sáttin felur í sér að bankinn viðurkennir að láðst hafi að skrá með skipulegum og formlegum hætti innan bankans greiningu hagsmunaárekstra í tengslum við kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum á árinu 2015. Sama er að segja um þátttöku þeirra í hlutafjárhækkunum Sameinaðs Sílikons hf. á árunum 2016 og 2017. Bankinn mun greiða 21 milljón króna í sekt og verður gengið úr skugga að hið sama gerist ekki aftur. Hér má sjá niðurstöðuna á vef Fjármálaeftirlitsins. Í tilkynningu frá bankanum segir að ekki sé um meiri háttar brot að ræða og kemur það sömuleiðis fram í niðurstöður FME. Arion hafi gegnt fjölþættu hlutverki við öflun fjármagns til uppbyggingar verksmiðjunnar og það hafi óhjákvæmilega falið í sér hagsmunaárekstra. „Bankinn upplýsti viðskiptavini sína um þessi tengsl og gætti þess að til staðar væru viðeigandi mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar myndu skaða hagsmuni viðskiptavina. Hvorki voru gerðar athugasemdir við greiningu hagsmunaárekstra né mótvægisaðgerðir bankans en líkt og segir í sáttinni, láðist að skjala greiningu á hagsmunaárekstrum og hefur bankinn þegar brugðist við þessari yfirsjón og bætt innri skráningu hagsmunaárekstra,“ segir í tilkynningunni.
Íslenskir bankar United Silicon Tengdar fréttir 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28