Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 15:21 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skrifar undir viðskiptasamning Bretlands og Evrópusambandsins í Brussel. Samningurinn tók gildi á miðnætti í nótt. Getty/Leon Neal Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. Brexit-ferlið, eins og það er kallað, hefur verið nokkuð langt en það hófst eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var haldin árið 2016. Frá því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir hafa Bretar átt í ströngum viðræðum við Evrópusambandið um gerð viðskiptasamnings sem taka ætti gildi eftir að Bretar yfirgæfu sambandið. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Breska þingið samþykkti samninginn þann 30. desember síðastliðinn. Framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifuðu undir samninginn samdægurs og tók samningurinn gildi strax um áramót. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að Bretland hafi frelsið og getuna til þess að gera hlutina „öðruvísi og betur,“ nú þegar Brexit ferlið er formlega afstaðið. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með það að Bretland hafi yfirgefið ESB en Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tísti í gærkvöldi: „Skotland snýr fljótt aftur Evrópa. Látið ljósið skína áfram.“ Scotland will be back soon, Europe. Keep the light on pic.twitter.com/qJMImoz3y0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) December 31, 2020 Bretland sagði opinberlega skilið við Evrópusambandið þann 31. janúar 2020 en við tók ellefu mánaða aðlögunartímabil á meðan ESB og Bretland sátu við samningsborðið í von um að ná að gera viðskiptasamning sín á milli. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Brexit-ferlið, eins og það er kallað, hefur verið nokkuð langt en það hófst eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var haldin árið 2016. Frá því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir hafa Bretar átt í ströngum viðræðum við Evrópusambandið um gerð viðskiptasamnings sem taka ætti gildi eftir að Bretar yfirgæfu sambandið. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Breska þingið samþykkti samninginn þann 30. desember síðastliðinn. Framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifuðu undir samninginn samdægurs og tók samningurinn gildi strax um áramót. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að Bretland hafi frelsið og getuna til þess að gera hlutina „öðruvísi og betur,“ nú þegar Brexit ferlið er formlega afstaðið. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með það að Bretland hafi yfirgefið ESB en Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tísti í gærkvöldi: „Skotland snýr fljótt aftur Evrópa. Látið ljósið skína áfram.“ Scotland will be back soon, Europe. Keep the light on pic.twitter.com/qJMImoz3y0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) December 31, 2020 Bretland sagði opinberlega skilið við Evrópusambandið þann 31. janúar 2020 en við tók ellefu mánaða aðlögunartímabil á meðan ESB og Bretland sátu við samningsborðið í von um að ná að gera viðskiptasamning sín á milli.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02
Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01
Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent