Enski boltinn

Mikil viðbrigði fyrir hetju West Ham að spila á jólum: „Vanur að vera í fríi og háma í mig mat“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Létt yfir Tékkunum í West Ham.
Létt yfir Tékkunum í West Ham. vísir/Getty

Tékkneski miðjumaðurinn Tomas Soucek hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Hann reyndist hetja West Ham í 0-1 sigri á Everton á Goodison Park í dag og var gripinn í viðtal í leikslok.

„Þetta er stór sigur fyrir okkur. Við erum mjög ánægðir með að byrja nýja árið svona. Það er mjög mikilvægt. Vonandi getum við haldið þessu áfram,“ segir Soucek.

„Þeir voru meira með boltann en við vorum duglegri að skapa færi. Við sýndum góðan anda og vorum að leita að sigrinum allan tímann. Það skilaði okkur þessum sigri á endanum.“

Þessi 25 ára gamli Tékki gekk í raðir West Ham undir lok janúar á síðasta ári og er í fyrsta skiptið á ferlinum að spila yfir hátíðarnar.

„Þetta er í fyrsta skiptið á ferlinum sem ég er að spila fótbolta um jólin. Vanalega er ég í þriggja vikna fríi og háma í mig kartöflusalat og flögur. Ég elska að spila fótbolta yfir jólin þó þetta hafi verið erfiðir leikir fyrir okkur,“ segir Soucek.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×