Enski boltinn

Frestað hjá Fulham og Burnley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fulham menn spila ekki á morgun.
Fulham menn spila ekki á morgun. Getty/Getty

Leik Fulham og Burnley í ensku úrvalsdeildinni, sem átti að fara fram á morgun, hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Fulham.

Liðin áttust að mæta á Turf Moor í Burnley á morgun en leiknum var frestað fyrr í dag eftir að fleiri leikmenn og starfsfólk greindust með veiruna.

Þetta er annar leikur á innan við viku sem er frestað hjá Fulham en leik þeirra gegn Tottenham var frestað skömmu fyrir leik á miðvikudaginn.

Ekki er komin ný tímasetning á leikinn en fleiri og fleiri leikjum á Englandi er nú frestað vegna kórónuveirusmita.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley spila þar af leiðandi næst gegn MK Dons í enska bikarnum 9. janúar en Jóhann Berg hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins að undanförnu.

Fulham á leik gegn QPR þann sama dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×