Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 23:39 Mitch McConnell og Nancy Pelosi. Drew Angerer/Getty Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45
Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39